Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 354
350
BÚNAÐARRIT
kvæmi, sjá töflur 10 B og 11 B. Afkvæmi Freys eru
öll kollótt, fjögur mórauð, en hin hvít. Þau hvítu eru
örlítið gul á haus og fótum, og einstaka er lítið eitt
gull á ull. Ullin er fremur góð. Kynfesta virðist mikil
í svipinóti og vaxtarlagi. Afkvæmin eru þéttvaxin og
holdgóð og minna mjög á afkvæmi Múla III, en eru
þó aðeins stærri, enda aðeins háfættari. Annar þriggja
vetra sonur Freys, Kútur SM XVII í Dal, er metfés-
kind, sjá töflu 10 D, en hinn, Óðinn á Miðhrauni, er
sæmilegur I. verðlauna lirútur. Veturgamli hrútur-
inn er lagleg I. verðlauna kind. Sum hrútlömbin undan
Frey eru prýðileg hrútsefni, en ærnar, dætur hans,
höl'ðu varla nógu útlögmikinn brjóstkassa. Þær eru
enn lítt reyndar til afurða, enda ungar. Sex dætur
hans 2ja og 3ja vetra í Sf. Miklaholtshrepps voru
allar einlembdar og skiluðu 16.9 kg af dilkakjöti
hver 1956.
Freyr SM IV hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmi.
D. Kútur SM XVII, eign Erlendar Halldórssonar,
Dal, var á héraðssýningunni 1954 dæmdur bezti ein-
staklingurinn á Snæfellsnesi vestan girðingar, þá
veturgamall. Kútur er sonur Freys SM IV og Brúnar
220 í Dal, sem nú hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi,
sjá töflu 11 A. Afkvæmi Kúts eru hvít, dætur allar
kollóttar, en hrútar sumir örlítið hníflóttir. Þau eru
flest fíngul á haus og fótum og hafa sæmilega mikla
og allgóða ull. Veturgömlu hrútarnir, synir Kúts,
Pjakkur í Hrísdal og Baldur á Hjarðarfelli, eru báðir
prýðilegir I. verðlauna hrútar og stóðu efstir á sýn-
ingunni í Miklaholtshreppi í sínuin aldursflolcki.
Lambhrútarnir voru sumir mjög álitleg hrútsefni.
Dæturnar eru prýðilega gerðar. Yfirleitl eru afkvæm-
in þykkvaxin með rétta fótstöðu, útlögumikil og hafa
frábær bakhold. Malaliold eru einnig ágæt, lærvöðvar
þéttir og ná vel niður á hækil. Engin reynsla er enn