Búnaðarrit - 01.01.1957, Side 358
354
BÚN Aí) ARttlT
öll hvít, hyrnd, sum ígul á haus og fótum, en önnur
hvítleit. Afkvæmin líkjast mjög föður sínum að vaxt-
arlagi. Þau eru ekki svipmikil, en þéttvaxin og hold-
gróin, en í léttara lagi, enda fullbolstutt til þess að
geta náð miklum þunga. Mala- og lærahold eru frábær
og herðabygging ágæt. Sýnir þetta, að Drellir er mjög
kynfastur hvað vaxtarlag og holdafar snertir. Þriggja
vetra hrútarnir, synir Drellis, Sómi á Kaldárbakka
og Bjartur á Stóra-Hrauni, eru báðir vel gerðir og
prýðilega holdgóðir I. verðlauna hrútar, en í léttara lagi
í sveitum, þar sem öll skilyrði væru fyrir hendi að
rækta vænt fé. Fé af þessari gerð cr hins vegar mjög
heppilegt, þar sem landkostir eru ekki miklir og
sótzt er eftir sparneytnu og þrifagóðu fé. Hrútlömbin
undan Drelli voru bæði nothæf hrútsefni. Ærnar,
dætur hans, virðast ekki frjósamar, en fremur góðar
mjólkurær. Lömb undan Drelli og einnig undan dætr-
um hans hafa háa kjötprósenlu á hlóðvelli.
Drcllir I hlnnn II. verðlaun fyrir afkvæmi.
fí. Vestri, eign Einars Hallssonar, Hlíð, var keyptur
lamb frá Sturlaugi Einarssyni i Múla í Nauteyrar-
hreppi. Hann lilaut nú I. verðlaun sem einstaklingur
og einnig á aukasýningu 1954. Hann er vænn og
virkjamikill, en fullgrófbyggður. Hann hefur frábært
bak og ágæt hold. Afkvæmin voru öll livít, kollótt,
nema einn lambhrútur, sem var smáhniflóttur. Þau eru
ígul á haus og fótum, en hafa hvíta ull í meðallagi
að inagni og gæðum. Hausinn er sterklegur og svipur-
inn fríður, fætur fulllangir, en sterkir og rétt settir.
Afkvæmin eru yfirleitt þung nema veturgömlu gimbr-
arnar. Brjóstkassabygging er ágæt, herðar vel lag-
aðar, bak með afbrigðum breitt, sterkt og holdgróið.
Malir eru allvel beinar, breiðar, sæmilega holdfylltar,
læri ágætlega holdfyllt upp í krikanum, en vöðvar ná
ekki nógu vel niður á hækilinn. Fullorðnu hrútarnir