Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 359
BÚNAÐARRIT
355
undan Vestra hlutu báðir I. verðlaun enda þrótt-
miklir og vel gerðir, en eru þó í háfættara lagi. Tveir
lambhrútanna voru góð hrútsefni. Ærnar, dætur
Vestra, eru ágætar mjólkurær. Lömb undan þeim hafa
hátt kjöthlutfall á blóðvelli. Afkvæmin báru með sér
mikla kynfestu bæði að útliti og gerð. Vestri stóð
nærri því að fá I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Vestri hlaut 11. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Gráni, eign Einars Hallssonar, Hlíð, var sýndur
með afkvæmum árið 1954 og lilaut þá III. verðlaun
fyrir þau. Sjá umsögn um uppruna hans og afkvæmi
í Búnaðarritinu, 68 árg., hls. 379. Afkvæmi Grána
eru hvít, grá og svört að lit, öll hyxnd. Hausinn er
stuttur og sver, en snoppa þó fulllöng á sumum þeirra.
Þau eru ágætlega þung. Sumar ærnar. liafa of útlögu-
lílinn brjóstkassa. Afkvæmin hafa sterkt og holdgott
bak, malir vel holdfylltar og lærvöðvar afbragðs vel
þéttir. Fæturnir eru stuttir, en sá galli er á sumum
afkvæmunum, að klaufir eru veikar og kjúkubönd
slök. Fullorðnu hrútarnir, synir Grána, eru raktar
holdakindur. Annar þeirra, Gráni í Tröð, hlaut I.
verðlaun, en Freyr í Hlíð var felldur í II. verðlaun
vegna galla á klaufum. Dælur Grána eru sæmilegar
afurðaær. Gráni býr yfir mikilli kynfestu, bæði livað
kosti og galla snertir.
Gráni hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Sníyill Gísla Þórðarsonar í Mýrdal hlaut I verð-
laun sem einstaklingur, er hann var veturgamall og
aftur nú. Hann var keyptur lamb frá Klúku í Ketil-
dalahreppi hauslið 1950. Snigill er ágætlega gerður
hrútur, jafnvaxinn og þéttholda. Hann er svipfríður
og ræktarlegur. Afkvæmi Snigils voru öll hyrnd nema
eitt. Þau eru hvít, flest þó ígul á haus og fótum, en
sum hvítleit og þá aðeins dropótt i andliti og á eyr-