Búnaðarrit - 01.01.1957, Síða 364
360
BÚNAÐARRIT
síðustu 2 árin. Á Hesti voru því ekki til undan hon-
uxn eldri kindur en veturgamlar. Fullorðnu kind-
urnar, sem sýndar voru með honum, voru frá Húsa-
felli. Runni er hyrndur, ígulur á haus og fóturn, en
hvítur á ull, sterkhyggður og þróttlegur og mjög hold-
rnikill á mölum og í lærum. Afkvæmi hans bera með
sér mikla kynfestu. Þau eru öll hyrnd, gulleit á haus
og fótum, dugnaðarleg með þróttlegt höfuð, en þó full-
langa snoppu. Þau eru ágættega gerð, holdgóð á baki,
mölum og í lærum, en nokkuð grófbyggð og sum
fullháfælt. Nokkrar ærnar og sum lömbin eru rnetfé
að gerð. Lambhrútarnir, synir Runna, voru allir góð
hrútsefni, en enginn metfé. Hrútarnir, tveggja og
þriggja vetra, hlutu aRir I. verðlaun sem einstaklingar
og eru í röð betri hrúta í þeim flokki. Sá veturgamli
stóð nærri I. verðlaunum. Gimbrarlömbin voru íxxjög
álitleg ærefni. Veturgömlu gimbrarnar voru ágætlega
vænar. Fullorðnu ærnar voru rígvænar og sæmilegar
afurðaær.
Runni XLIII hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Kuggur II, eign Sf. Andakílshrepps, var keyptur
lamb frá Feigsdal í Ketildalahreppi við fjárskiptin
og lenti þá í Eystra-Súlunesi í Melasveit. Hann hlaut
I. verðlaun veturgamall og þriggja vetra á sýningum í
Leirár- og Melasveit og stóð efstur í bæði skiptin, sjá
umsögn um hann i Búnaðarritinu 68. árg., bls. 310.
Eftir það lceypli Sf. Andakilshrepps Kugg, og hefur
hann verið notaður mikið til sæðinga síðan. Af-
kvæmi Kuggs eru hyrnd, gulleit eða gulflikrótt á haus
og fótum, en yfirleitt með hvíta ull. Þau eru yfirleitt
rígvæn, með frábæra brjóstkassabyggingu, ávalar
herðar, hvelfd rif og breiða, framstæða bringu. Þau
hafa góð hold í lærum, breiðar, allvel holdfylltar malir
og breitt og sæmilcga holdgott bak. Þau eru fremur
lágfætt og hafa gleiða fótstöðu. Synir Kuggs, Melax