Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 365
BÚNAÐARRIT
361
og Blettur, hlutu báöir I. verðlaun og eru kostamiklir
hrútar, en Kuggur á Vilmundarstöðum lilaut II. verð-
laun, en stóð nærri I. verðlaunum. Lambhrútarnir
voru allálitleg hrútsefni, en þó sumir fulllausbyggðir.
Fullorðnu ærnar, dætur Kuggs, voru allar í Eystra-
Súlunesi. Þær eru í senn virkjamiklar og afurða-
samar, bæði fremur frjósamar og mjólkurlagnar og
sumar þeirra mjög álitlegar hrútsmæður. Veturgömlu
gimbrarnar, sem allar voru eign Hestsbúsins, hafa mjög
þróttlega byggingu, víðan brjóstkassa og frábær læra-
hold. Gimbrarlömbin voru glæsileg ærefni. Á sýning-
um sauðfjárræktarfélaganna í héraðinu komu all-
margir veturgamlir hrútar undan Kugg, allir fram-
leiddir með sæðingu og hafa því óefað átt mjög mis-
jafnar mæður. Þessir hrútar voru mjög misjafnir,
margir alllof lausbyggðir að ofan, og virðist Kuggur
því alls ekki nógu öruggur hrútafaðir, þótt hann
sé frábær ærfaðir.
Kuggur 11 hlaut 11. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Summi XIJV, eign Guðjóns Gíslasonar, Syðstu-
Fossum, var keyptur Iamb við fjárskiptin af Salvari
Ólafssyni i Reykjarfirði við ísafjarðardjúp. Hann er
hvítur, kollóttur. Afkvæmi Sunnna eru uin margt svip-
lík og berá þess vott, að hann hýr yfir allmikilli kyn-
festu. Fjárbragðið er geðslegt og ullin góð, cn ekki
mikil. Holdafar er yfirleitt gott, en afkvæmin skortir
vænleika. Hrútarnir, synir Suimna, fengu báðir II.
verðlaun. Skorti þá einkum vænleika til að ná hærri
viðurkenningu. Lambhrútarnir voru laglegir, en of
fingerðir. Ærnar voru yfirleitt noltkuð fíngerðar, en
því nær allar með góð læri og holdgolt bak og malir.
Gimbrarlömbin voru yfirleitt rýr og vanþroskuð. Þó
voru þau öll laglega gerð.
Summi XLIV hlaut 111. verðlaun fgrir afkvæmi.