Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 367
BÚNAÐARRIT
363
1 2 3 4 5 6
Dætur: 2 ær, 2 og 3 v., einl. 61.8 96.5 74 36 19.5 132
D. Móðirin: Marta 94, 5 v. 63.5 98.0 78 37 20.5 132
Synir: Börkur, 4 v, Hvítárb. 102.0 111.0 82 33 23.0 133
Kollur, 2 v., Giljum 87.0 107.0 79 37 24.0 133
Kiljan, 1 v., Hesti . . 92.0 105.0 83 37 25.5 142
2 hrútlömb, tvíl. . . 51.2 86.5 70 34 20.5 122
A. Freydís 116, eign Hestsbúsins, var keypt lamb
frá Hamri í Nauteyrarhreppi. Hún er hvít, með óvenju
stórt og þróttlegt höfuð, hyrnd, gulleit á haus og fót-
um, virkjamikil, og framúrskarandi dugnaðarleg, en
hefur nokkuð grófa byggingu, einkum fullbrattar
malir og er nú orðin fremur holdrýr á baki.
Afkvæmi Freydísar eru öll ágætlega gerð nema
Heimir, sem er nokkuð grófbyggður og hefur ekki
hlotið nerna II. verðlaun. Velurgamli hrúlurinn er
prýðilegur I. verðlauna hrútur og stóð næst efstur
af jafnöldrum hans á sýningu í Andakílshreppi.
Lambhrúturinn er álitlegt hrútsefni.
Æmar, dætur Freydísar, eru í senn ágætlega vænar
og fagurlega gerðar, sjá töflu 14 A. Gimbrarlambið,
sem er svart, er álitlegt ærefni, en ívið grófgerðara
en ærnar. Freydís býr yfir mikilli kynfestu og er frá-
bær afurðaær. Hún var geld gemlingur. Siðan hefur
hún alltaf verið tvílembd og komið upp öllum lömb-
um sínum. Meðalþungi lamba hennar á fæti liefur
verið: á 5 tvílembingshrútum 47.3 kg og á 3 tví-
lembingsgimbrum 41.5 kg. Þegar hún var tvævetla,
átti hún 2 hrúta, er lögðu sig með 40.0 kg kjöt sam-
anlagt.
Freijdís 116 hlaut I. uerðlaun fyrir afkvæmi.
B. Brijðja 2, eign Hestsbúsins, var keypt lamb frá
Skerðingsstöðum í Reykhólasveit. Hún er óvcnju stór,
bollöng, sterkbyggð og holdmikil. Hún er hyrnd, ígul
á haus og fótum og dálítið gulleit á ull með langl
og þróttlegt höfuð.