Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 371
BÚNAÐARRIT
367
hrútsefni, en ærnar eru frjósamar og hafa skilað væn-
um sláturlömbum.
Muggur 14 hlaut III. verðlaun fgrir afkvæmi.
B. Hörður 61, eign Árna Þorsteinssonar, Giljahlíð,
var keyptur lamb frá Hesti. Hann er sonur Nökkva
IV og ær nr. 196 frá Reykjarfirði. Hörður hlaut I.
vcrðlaun veturgamall á svningu í Reykholtsdal og bar
þá af jafnöldrum sínum þar. Hann hlaut enn I. verð-
laun sem einstaklingur, enda prýðilega gerður, fast-
liolda og í röð beztu hrúta í sveitinni.
Afkvæmi Harðar eru yfirleitt mjög myndarleg og
sviplík og sýna, að hann býr yfir mikilli kynfestu.
Annar sonur hans er fremur álitlegur, en hinn er illa
valinn slápur. Hrútlömbin eru bæði nothæf hrúts-
efni með mjög góða frambyggingu. Dæturnar eru yfir-
leilt vel byggðar, sérstaklega þó um bóga, bringu og
herðar. Gimbrarlömbin eru enn álitlegri en ærnar.
Ærnar hafa gefið væna dilka, og sláturlömb undan
Herði hafa lagt sig vel og haft hátt kjöthluftall.
Hörður 61 hlaui II. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Birgir 41, eign Einars Pálssonar, Steindórsstöð-
um, er frá Nesi i Reykholtsdal, sonur Múla þar frá
Múla í Nauteyrarhreppi. Hann er kollóttur, sterklegur
og holdgóður með frábært bak. Afkvæmi Birgis eru
yfirleilt með sterkt svipmót. Annar hrúturinn, Gvend-
ur, er þokkaleg kind, hlaut II. verðlaun, en hinn er
illa valinn háleggur. Lambhrútarnir eru báðir álit-
legir, en lieldur háfættir. Ærnar eru allar prýðilega
gerðar, bæði hvað holdafar og vænleika snertir.
Gimbrarlömbin cru misjöfn og mörg of þroskalítil,
en yfirleitt þokkalega gerð. Birgir hefur gefið góð
sláturlömb með hárri kjötprósentu.
Birgir 41 hlaut 11. verðlaun fgrir afkvæmi.