Búnaðarrit - 01.01.1957, Blaðsíða 374
370
BÚNAÐARRIT
A. Heydal, eign Magnúsar Þorsteinssonar, Húsa-
felli, var keyptur lamb frá Heydal í Reykjarfjarðar-
hreppi. Hann hlaut I. verðlaun sem einstaklingur
veturgamall og þriggja vetra, en nú aðeins II. verð-
laun. Hann hafði orðið fyrir áfalli, fótbrotnað, og var
nú rýr, en hefur alltaf haft gallaða malabyggingu og
of mikla hæð undir bringu, en hafði frábæra brjóst-
ltassabyggingu og afburða bakhold. Afkvæmi Hey-
dals líktust bonum mjög. Þau eru tápmikil með snör
augu og sterkt fjárbragð, fullháfætt, ágætlega hold-
góð á baki, en hafa nokkuð bratlar malir. Þau hafa
ágæta brjóstkassabyggingu, enda þung. Tveir synir
hans, 2 v., hlutu I. verðlaun, einn Ií. verðlaun og sá
veturgamli III. verðlaun. Lambhrútarnir voru 2 ágætir,
en 2 varla nógu heilsteypt hrútsefni. Ærnar voru þrótt-
legar, en sumar grófgerðar. Þær eru góðar mjólkurær.
Ull afkvæmaliópsins er fremur lítil og eklci góð.
Heijdal hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmi.
B. Múli, eign Magnúsar Þorsleinssonar, Húsafelli,
er frá Múla í Nauteyrarhreppi og hefur hlotið I. verð-
laun sein einstaklingur veturgamall, þriggja vetra og
nú fimm vetra. Hann ber glögg einkenni Múlafjárins,
er kollóttur, fölhvitur í andliti, jafnvaxinn, holdgóð-
ur, en varla nógu bakbreiður. Hann hefur mikla, vel
hvíta ull.
Afkvæmi Múla líkjast honum mjög, er sýnir kyn-
festu hans. Þau eru fíngerð með félegan haus, hjart-
leit með vakandi eyru og skær augu. Skrokkur er
jalnvaxinn, holdmikill og vel vöðvaður. Fætur eru
sluttir og ágætelga réttir. Uliin er vel hvít, mikil og
góð. Synir hans veturgamlir og eldri, sjá töflu 17 B,
eru allir prýðilegir, samanreknir I. verðlauna hrútar.
Lambhrútarnir voru báðir lélegir. Dætur Múla eru
sæmilega frjósamar og í meðallagi mjólkurlagnar.
Múli hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.