Búnaðarrit - 01.01.1957, Side 385
BÚNAÐARRIT
381
Torfalækjarhreppur.
Þar var sýndur einn hrútur með afkvæmum, sjá
töflu 25.
Tafla 25. Afkvæmi Gulkolls VI í Holti.
i 2 3 4 5 6
Faðirinn: Gullcollur VI, 8 v. 90.0 10G.0 82 36 25.0 128
Synir: Holti, 6 vetra .... 109.0 111.0 81 34 25.0 136
Fifill, 6 vetra .... 92.0 107.0 82 35 23.0 131
Prúður, 4 vetra 89.0 10G.O 81 34 24.0 135
2 hrútlömb, einl. . . 47.0 81.0 69 33 19.0 131
Dætur: 7 ær, 2—6 v., 4 tvíl.,
3 einl G3.8 94.0 74 33 20.0 131
2 ær, 2 og 3 vetra,
lambsgotur 73.0 98.0 74 32 23.0 130
1 ær, I v., lambsgota 55.0 93.0 77 35 19.0 130
6 gimbrarlöml), einl. 42.0 80.5 68 34 19.0 125
2 gimbrarlömb, tvíl. 40.0 78.0 66 33 18.0 126
Gulkollur VI, eigandi Ólafur Björnsson, Holti, kom
lamb við fjárskiptin 1948 úr Strandasýslu. Hafa verið
færðar sterkar líkur fyrir því, að hann væri frá
Sunndal í Iíaldrananeshreppi. Gulkollur var afburða
einstaklingur, þegar hann var upp á sitt bezta, en er nú
tekinn að rýrna fyrir aldurs sakir. Sjá ummæli dr.
Halldórs Pálssonar um Gulkoll í Búnaðarritinu, 68.
árg., bls. 289.
Afkvæmi Gulkolls eru sviphreinar og fríðar kind-
ur. Þau eru bæði hyrnd og kollótt og allvirkjamikil
á velli. Þau hafa gulan, þykkan haus og mjög þrótt-
legt yfirbragð. Herðar eru allmisjafnar. Bringa er
áberandi djúp, breið og framstæð. Bakið er breitt
og sterkt, en dálitið ber á, að sum afkvæmi hans séu
upphryggjuð, þ. e. að háþornin séu löng, og þarf því
mikla holdsöfnun til að fylla bakið vel, svo að góð
flokkun fáist á sláturfé. Þau hafa rýmismiklar malir,
allvel holdfylltar. Lærvöðvinn er mikill upp, en nær
ekki nógu vel niður á sumum afkvæmunum. Dætur
Gulkolls virðast vera góðar afurðaær. Síðastliðið ár