Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 387
BÚNAÐARRIT
383
lembdar, og lögöu lömb þeirra sig með 19.9 kg falli. Ein
var þrílembd og þrjár tvílembdar, og lögðu þau lömb
sig með 16.4 kg falli. Kjötmagn á á var því 26.4 ltg,
sem verður að teljast mjög gott. Ýmsir synir Prúðs
hafa verið notaðir til kynbóta, og má þar helzt nefna
Spak á Steiná, sem var afburða kynbótagripur. Sjö
dætur hans voru á skýrslu 1956, og gáfu þær að meðal-
tali 28.8 kg af lcjöti. Tveir synir Spaks, óðinn og
Hnykill, voru meðal fjögurra beztu hrútanna á sýn-
ingu í Bólstaðarhlíðarhreppi haustið 1954. Út af
Prúð eru því komnir margir ágæLir einstaklingar.
Synir hans, sem sýndir voru með honum nú, voru
Prúður IX, er tvivegis hefur hlotið I. verðlaun á sýn-
ingum, og tveir hrútar veturgamlir, er höi'ðu það
sameiginlegt að vera þungir og mjög þroskamiklir,
en heldur óráðnir með hold og hlutu því báðir II.
verðlaun sem einstaklingar. Ein ær geld var sýnd með
Prúð, óhemju væn, eða 89 kg með 106 cm brjóstum-
mál og svellgróin í holdum, hvar sem á henni var
tekið. Gimbrarlömbin undan Prúð voru ekki sam-
stæð í útliti. Voru þau ýmist liyrnd eða kollótt og
sum mislit. En öll voru þau afbragðs holdgóð, og lömb
Prúðs virðast jafnan reynast mjög vel á blóðvelli.
Báðir lambhrútarnir voru álitleg hrútsefni og annar
ágætur.
Prúður XI hlaut II. uerðlaun fyrir afkvæmi.
B. Holti, eigandi Jósef Sigfússon, Torfustöðum, var
keyptur lamb frá kynbótabúinu að Eyliildarholti í
Skagafirði. Hann er sonur lirúts frá Kinnarstöðum
og ær frá Arngerðareyri. Holti er fremur smá kind,
hyrndur, fríður og samsvarar sér vel á velli. Hann
hefur fremur góða herðabyggingu, en útlögur eru
varla í meðallagi. Bringan er stutt og kröpp aftan
við bóga, og eru það alvarlegustu byggingarlýti Holta,
og hafa þau jafnan fellt hann frá I. verðlaunum á sýn-