Búnaðarrit - 01.01.1957, Side 388
384
BÚNAÐARRIT
ingum. Bakið er í meðallagi breitt, en vel holdfyllt.
Hann er mjög vel holdfylltur á mölum, og lærvöðvi
er mikill og nær vel niður undir hækilinn. Segja má,
að afkvæmi hans erfi kosti hans og galla í mjög rík-
um mæli. Þau eru öll hyrnd, gul á haus og fótum
með gula, snögga rófu, en mikla og vel hvíta ull.
Þau eru fremur smá, en þung eftir stærð, enda hold-
mikil og þéttvaxin. Ærnar eru allar ungar, og er þvi
ekki komin mikil reynsla á afurðagetu þeirra. Þó er
útlit fyrir, að þær verði vel meðalær að afurðagetu,
en hafa ekki sýnt verulega frjósemi. Báðir synir hans,
Hörður og Goði, hlutu I. verðlaun sem einstaklingar
og taka því föður sínum fram. Lambhrútarnir voru
vænir og sæmileg hrútsefni.
Holti hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Tafla 27. Afkvæmi Kleppu á Steiná.
1 2 3 4 5 6
Móðirin: Kleppa, 7 vetra . 57.0 91.0 73 35 20.0 135
Synir: Bjartur, 1 vetra .. 70.0 04.0 78 35 23.0 131
1 hrútlamb, einl. . . 52.0 86.0 71 34 20.0 127
Dætur: 2 ær, 3 vetra 61.0 93.0 77 36 21.0 134
1 ær, 1 vetra 56.0 89.0 72 36 20.0 130
Kleppa, eign Jakobs Sigurðssonar, Steiná, ltom
lamb frá Kleppustöðum í Strandasýslu. Hún hefur
verið mikil afurðaær, oftast tvílembd og lömbin væn.
Henni fylgdu tvær dætur hennar, þriggja vetra, sem
eru báðar ágætar kindur að vaxtarlagi og holdum og
líta út fyrir að verða góðar afurðaær. Veturgamla
ærin er smá kind og takmörkuð að vænleika og
sömuleiðis veturgamli hrúturinn, en þau eru skyld-
leikaræktuð undan syni Kleppu. í ár var Kleppa ein-
lembd, átti lambhrút, sem vó 52 kg. Er hann ágætlega
holdmikill og gott hrútsefni. Þriðji sonur Kleppu, Óð-
inn, sem er nú því miður dauður, var notaður til kyn-
bóta á Steiná og var óvenju vel gerð og fögur kind.