Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 389
BÚNAÐARRIT
385
Var hann talinn bezti hrútur í Bólstaðarhlíðarhreppi
haustið 1954, sjá umsögn um hann í Búnaðarritinu,
68. árg., bls. 287.
Kleppa hlaut I. verölaun fyrir afkvæmi.
Höfðahreppur.
Þar voru sýndar 2 ær með afkvæmum, sjá töflu 28.
Tafla 28. Afkvæmi áa í Höfðahreppi.
1 2 3 4 5 6
A. Móðirin: Fanngerður, 8 v. 80.0 100.0 75 33 21.0 132
Synir: Snær, 1 vetra .... 85.0 102.0 78 33 24.0 134
1 hrútlamb, tvíl. . . 42.0 83.0 - - 19.0 -
Dætur: 3 ær, 2—4 vetra . . 08.0 94.0 76 34 22.0 127
B. Móðirin: ltauðleit, 8 v. 08.0 95.0 77 34 20.0 130
Sonur: Hrani, 2 vetra .... 78.0 105.0 78 32 24.0 128
Dætur: 2 ær, 3 og 4 vetra . 00.0 90.5 73 32 20.5 124
1 ær, 1 vetra .... 54.0 93.0 72 32 21.0 132
Eigandi beggja þessara ára er Jón Jónsson, verzl-
unannaður á Skagaströnd. Þær eru fengnar lömb frá
A'sparvík í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. Jón
fékk þaðan nokkur lömb 1948, og hefur hann haldið
þeim stofni án nokkurrar íblöndunar síðan og tekizt
að rækta framúrskarandi samstæðan, kollóttan stofn,
og mun það nú vera samslæðasta og kostamesta fé
að útliti og gerð í eign eins manns í Húnavatnssýslu.
Fjárstofn þessi er með stuttan, sveran liaus, víðar,
flenntar nasir og þróttlegaii svip. Háls er stuttur og
mjög sver, herðar áberandi breiðar, átaksgóðar og
rifjahvelfing útskotamilcil. Bringa er breið og djúp
og nær yfirleitt vel fram. Bak er hreilt og vel lagað
og prýðilega holdfyllt. Malir eru í meðallagi langar,
yfirleitt beinar og breiðar og vel holdfylltar. Lær-
vöðvi er mikill og stæltur og nær ágætlega niður.
Fótstaða er framúrskarandi rétt og þróttleg. Ull er
mikil og vel hvit. Þessi fjárstofn Jóns er nú orðinn
mjög skyldleikaræktaður og er farinn að smækka,
25