Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 397
BÚNAÐARRIT
393
hrútar voru í meöallagi vænir, en heldur þröngir
fram, og má segja það sama um gimbrarnar.
Afkvæmahópurinn ber mcð sér, að Sæmi býr yfir
verulegri kynfestu.
Sæmi 3 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Hofshreppur.
Þar var sýndur einn hrútur með afkvæmum, sjá
töflu 35.
Tafla 35. Afkvæmi Prúðs á Hlíðarenda.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Prúður 1, fi vetra 100.0 109.0 85 36 28.0 130
Synir: 5 lirútar, 2 til 5 v. 98.2 109.8 85 36 27.0 133
4 hrútar, 1 vetra . . 81.5 105.0 84 36 25.0 130
3 lirúlömb, einl. . . 50.3 86.0 - - 22.0 118
2 hrútlömb, tvíl. . . 42.5 81.5 - - 20.0 117
Dætur 10 ær, 2—5 vetra . . 03.7 95.0 - - 21.7 123
3 ær, 1 v,. mylkar . . 52.3 92.3 - - 21.7 123
2 ær, 1 v., lambsg. . 58.0 94,0 - 22.5 124
5 gimbrarlömb, einl. 42.2 82.6 - - 20.6 116
1 giml)rar]amb, tvil. 40.0 80.0 - - 20.0 110
Prúður 1, eigandi Stefán Sigmundsson, Hlíðarenda,
var sýndur með afkvæmum 1954 og hlaut þá I. verð-
laun fyrir þau, sjá Búnaðarritið, 68. árg., bls. 361.
Hann var keyptur á Víðidalsá í Strandasýslu við fjár-
skiptin. Hann er kollóttur, fremur smár, en níðþungur
eftir stærð. Þótt hann sé nú sex vetra, er hann ekk-
ert farinn að láta á sjá nema helzt á ull. Holdgóður er
liann með afbrigðum. Brjóstkassinn er óvenjulega
vel sívalur og bringan breið og vel framstæð. Lærin
og malirnar cru óvenju vel vöðvafyllt, og ná lær-
vöðvarnir vel niður á liækla. Hryggurinn er sterkur
og vel vöðvaður. Spjaldhryggurinn er með þeim ágæt-
uin, að vart verður á betra kosið, sjá töflu 35. Holdin
eru mikil og stinn, enda finnst þar hvergi fyrir beini.
Prúður er lágfættur og hefur rétta fótstöðu.