Búnaðarrit - 01.01.1957, Síða 398
394
BÚNAÐARRIT
Afkvæmi Prúðs sýna frábæra kynfestu hans. Eru
þau öll eins og hann, lágfætt, mjög holdgóð og þykk-
vaxin. Hryggurinn er sterkur, vel holdfylltur, spjaldið
breitt og ágætlega holdgott, malir breiðar, ávalar og
holdgrónar. Lærin eru ágæt. Bringan er vel löguð,
brjóstkassinn sívalur, sæmilega rýmismikill. Ullin er
mikil og sterk, en fremur gróf.
Með Prúð voru sýndir 9 synir hans, og hlutu þeir
allir I. verðlaun. Sumir sonanna eru afburða góðir
einstaklingar. Má þar fyrstan telja Blika, 3 vetra, á
Hlíðarenda, sem stendur föður sínum í engu að baki,
en tekur honum fram um vænleika, auk þess sem
spjaldið er enn fágætara, og mældist það tæpir 29
cm. Þess má geta að Bliki gekk með föður sínum á af-
rétt s. 1. sumar og alveg fram að göngum. Næsta má
lelja Gylli 3 vetra og Hagaprúð 5 vetra, sem einnig eru
metfé. Af veturgömlu hrútunum báru þeir Sómi og
Hlíðar, sem báðir eru metfé, og taka þeir föður sínum
báðir fram livað brjóstrými snertir. Aðrir synir Prúðs
eru kostamiklir einstaklingar og lambhrútarinir undan
honum, 3 einlcmbingar og 2 tvílembingar, voru allir
álitleg hrútsefni, einkum einlembingarnir, en tvílemb-
ingarnir mættu hafa meira brjóstmál.
Ærnar, dætur Prúðs, eru ágætlega vænar, eins og
tafla 34 sýnir. Afurðir þeirra eru ágætar, allt upp í 35.0
kg af kjöti eftir tvílenibu og flokkun fallanna frábær.
Sýndar voru 6 gimbrar, og eru þær allar efnileg ærefni
og ágætlega gerðar.
Prúður er tvimælalaust frábær kynbótakind. Hafa
bændur i Hofshreppi og nærliggjanda hreppum nolað
sér allmikið að fá lambhrúta undan honum, og er
enginn vafi á, að Prúður er þegar búinn að gera
mikið gagn innan Sf. Óslandshlíðar.
Prúður hefur enn verið fremur lítl reyndur í skyld-
leikarækt, en virðist þó þola hana allvel. Væri mjög
mikils virði að fá þó ekki væri neina fáa vel heppn-