Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 401
BÚNAÐARRIT
397
Holtshreppur.
Þar var sýndur einn hrútur og ein ær með afkvæm-
um, sjá töflur 37 og 38.
Tafla 37. Afkvæmi Hnífils á Hraunum.
1 2 3 4 5 |6
Faðirinn: HnífiII I, (i vetra 101.0 112.0 81 34 26.0 133
Synir: 3 hrútar, 2 og 4 v. 95.0 111.3 81 35 25.3 130
4 hrútar, 1 vetra .. 09.7 99.8 76 35 23.0 132
3 hrútlömb, einl. . . 45.3 83.0 - - 20.3 118
3 hrútlömb, tvil. .. 41.3 80.7 - - 20.0 116
Dætur: 6 ær, 2—4 v., mylkar 64.2 96.5 - - : 21.8 128
3 ær, 1 v., mylkar . 58.0 91.7 - - 21.0 128
1 ær, 1 v., geld .. 61.0 93.0 - - 22.0 130
2 gimbrarlömh, einl. 40.0 80.5 - - 20.0 118
2 gimbrarlömb, tvíl. 38.5 79.5 - - 19.5 114
Hnífill 1, eigandi Vilhjálmur Guðmundsson, Hraun-
um, er úr fjárskiptum af Vestfjörðum, ættaður frá
Reykjarfirði í Reykjarfjarðarhreppi. Hnífill er sjálfur
vænn og holdmikill einstaklingur með ágæta herða-
byggingu, vel holdfyllt spjald, malir og læiá.
Með Hnífli voru sýndir 7 synir hans, veturgamlir
og eldri. Af þeim bar Brandur, 4 vetra, á Nefsstöðum,
sem er jötunvæn metfés kind. Helzti galli lians er
baggalcviður, en betri vöðvar í lærum munu vand-
fundnir. Góð kind er einnig Sómi, 2 vetra, eign Vil-
hjálms Guðmundssonar, en stendur þó Brandi og föð-
ur sínum talsvert að baki. Allir veturgömlu hrútarnir
hlutu II. verðlaun, voru kostamiklir, og vantaði aðeins
herzlumuninn til að fá I. verðlaun. Lambhrútar þeir,
sem sýndir voru með Hnífli voru sæmilega vel byggðir,
en skorti þó dálítið á, að brjóstrými væri nægilegt.
Þeir voru nothæf hrútsefni.
Ærnar, sem sýndar voru með Hnífli eru vænar og
margar vel byggðar og sumar afburðaær. Þær eru
ágætlega lioldgóðar og bakbreiðar með ávalar herðar.
Bringan er allvel gerð, en skortir nokkuð á dýpt.