Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 405
BÚNAÐARRIT
401
vetra, af. Hún vó 86.0 kg, hafði 103 cm í brjóstum-
mál og 24 cm breilt spjald. Tvílembingar undan henni
vógu samtals 88 kg á fæti. Má segja, að frjósemi dætr-
anna sé í bezta lagi, 6 af 7 ám eldri en veturgamlar
voru tvílembdar. Afurðageta þeirra virðist góð. Tví-
lemburnar skiluðu röskurn 80 kg að meðaltali í lif-
andi þunga lamba, cn einlemban tæpum 50 kg baustið
1956. Sumar ánna böfðu vitund of langan neðri skolt.
Gimbrarnar undan Laxa eru mjög þroskamiklar. Tví-
lembingssystur undan Brúsku vógu samtals 104 kg.
Afkvæini Laxa virðast hafa óvenjulega mikla niögu-
leika til milcils þroska, en óhætt mun að fullyrða, að
vel verður að vanda fóðrun þeirra, ef eins vel á að
takast og hjá Sigurjóni á Þóroddsstöðum, og er þvi
víst, að ekki hentar öllum bændum slikur fjárstofn,
og lít! mun hann reynast heilladrjúgur i landrýrum
sveitum.
Laxi hefur nokkuð verið reyndur í skyldleikarækt
og benda þær tilraunir til þess, að hann þoli hana
ekki meira en í meðallagi vel.
Laxi VI hlaut I. verðlaun fijrir afkvæmi.
B. Nökkvi XII, eigandi Eiríkur Jónsson, Karlsstöð-
um, var keyptur lamb í Breiðuvík á Tjörnesi. Hann
er jötunn vænn og kostum búinn I. verðlauna hrútur,
en er litið eitt farinn að láta á sjá.
Afkvæmi Nökkva voru í meðallagi væn, ígul á haus
og fótum og ull í betra lagi. Bringan nær vel fram
og er breið aftur, einnig eru herðar ávalar, en ekki
nægileg holdfylling aftan þeirra á sumum afkvæm-
anna. Spjaldið er hreitt og holdgott, malir sömuleiðis,
en læri í meðallagi. Allir synir Nökkva, 5 að tölu,
sein sýndir voru með honum, voru veturgamlir.
Hlutu 2 þeirra I. verðlaun, 1 II. verðlaun, en 2 III.
verðlaun. Óðinn var þeirra langvænstur, 97.0 kg, 113
cm um brjóstið og spjaldið 27 cm, svellspikaður,
26