Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 408
404
BÚNAÐARRIT
væn, hefur ágæta brjóstkassabyggingu, er holdgóð
og mikil afurðaær.
Afkvæmi Tignar bera með sér talsverða kynfestu
móðurinnar. Þau eru þykkvaxin, jafnvaxin og hold-
góð. Ærnar eru afurðamiklar og fremur frjósamar.
Sonur hennar er vænn og vel gerður, en skorti þó
dálítið á að geta hlotið I. verðlaun.
Tign 6 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Dalvíkurhreppur.
Þar var sýndur einn hrútur og 3 ær með afkvæm-
um, sjá töflur 41 og 42.
Tal'la 41. Afkvæmi Fífils á Hálsi.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Fífill VI, 3 vetra 109.0 111.0 83 34 24.0 136
Synir: 2 hrútar, 1 vetra . . 78.0 101.0 80 36 22.5 133
1 hrútlamb, einl. . . 52.0 85.0 - - 19.0 122
1 hrútlamb, tvil. . . 46.0 84.0 - - 19.0 118
Dætur 3 ær, 2 v., mylkar . 62.7 90.3 - - 19.3 122
4 ær, 1 v., myrkar . 52.0 90.3 - - 19.7 129
3 ær, 1 v., geldar . 61.0 96.0 - - 21.7 124
3 gimbrarlömb, einl. 47.0 85.0 - - 21.0 118
7 gimbrarlöinb, tvil. 38.0 76.3 - - 18.9 115
Fífill VI, eigandi Þorvaldur Þorsteinsson, Hálsi,
var keyptur frá Árna Lárussyni, Dalvík. F. Blettur,
Syðra-Hvarfi í Skíðadal, sem var talinn með beztu
hrúturn í Svarfaðardal 1954 og 1956. Ff. frá Fjöllum í
Kelduhverfi. M. Gulbrá 2 frá Krossdal, er nú hlaut
II. verðlaun fyrir afkvæmi. Fífill er vel gerður með
góða frambyggingu, en heldur mjóan spjaldhrygg,
sjá töflu 41. Mala- og lærabygging er sæmileg.
Með Fífli voru sýndir tveir veturgamlir lirútar,
sem báðir eru allvænir og að mörgu leyti vel gerðir.
Þeir hafa allgóða brjóstkassabyggingu, en heldur
mjótt spjald eins og faðir þeirra. Hrútar þessir voru
fremur holdþunnir og hlutu II. verðlaun, en munu