Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 409
BÚNAÐARRIT
405
standa til bóta. Lambhrútarnir voru allvænir, en ekki
nægilega vel gerðir, einkum var spjaldið of mjótt.
Ærnar, dætur Fífils, eru allar ungar, 3 tveggja vetra
og 7 veturgamlar, og er því fengin fremur lílil reynsla
af afurðagetu þeirra. Gera má ráð fyrir, að tvævetl-
urnar séu ekki búnar að ná fullum þroska, þar sem
þær áttu lömb veturgamlar, og voru tvær þeirra tví-
lembdar tveggja vetra. Þrjár af veturgömlu ánum
voru geldar, en 4 mylkar og eðlilega allmiklu rýrari
en þær geldu. Sumar dætur Fífils voru mjög vel
gerðar og væuar, en aðrar lakari. Tvílembingsgimbr-
arnar voru ekki nægilega vænar eða þroskamiklar,
en hins vegar var einlembingurinn ágætlega vænn.
Afkvæmin benda ekki til mikillar kynfestu föðurins.
Fifill VI hlaut III. verðlaun fijrir afkvæmi.
Tafla 42. Afkvæmi áa í Sf. Víkingur, Dalvík.
A.Móðirin: Snotra 12, 6 vctra 1 2 3 4 5 6
geld 83.0 104.0 73 28 24.0 126
Synir: 2 hrútar, 1 vetra .. 86.0 102.0 78 34 24.0 130
Dætur: 4 ær, 2—4 v., mylkar 57.5 93.0 - - 20.2 124
B. Móðirin: Gulbrá 2, G vetra 67.0 97.0 70 29 20.0 124
Sonur: 1 hrútur, 3 vetra .. 100.0 111.0 83 34 24.0 136
Dætur: 1 ær, 5 v., mylk .. 68.0 95.0 - - 20.0 129
2 ær, 2 v., lambsg. 65.5 96.0 - - 21.5 125
1 ær, 1 v., geld . . 56.0 94.0 - - 21.0 123
1 gimbrarlamb 47.0 86.0 - - 20.0 114
C. Móðirin: Fríðagul 1, 5 V. 68.0 95.0 72 32 20.0 124
Synir: 1 lirútur, 1 vetra . . 68.0 96.0 72 36 21.0 136
1 hrútlamb, tvíl. . . . 36.0 77.0 - - 17.0 118
Dætur: 3 ær, 3 og 4 v., tvíl. 65.7 94.3 - - 20.0 125
1 gimbrarlamb, tvil. 37.0 77.0 - - 18.0 117
A. Snotra 12, eign Þorleifs Þorleifssonar, Hóli, er
frá Lindarbrekku í Iíelduhverfi. Sjálf er hún metfé
að allri gerð og vænleika. Hausinn er þróttlegur og
friður. Snotra er lítið eitt gul á lagðinn, en þó einkum
gul á haus og fótum. Ullin er fremur gróf, en sterk.