Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 410
406
BÚNAÐARRIT
Dætur Snotru standa henni talsvert aö baki, bæði
hvað byggingu og vænleika snertir, en þó eru þær
allvænar og vel gerðar. Frjósemi er mikil, þrevetra
ærin var þrílembd, fjögurra vetra ærnar voru tví-
lembdar, en tvævetlan einlembd. Sumar dætranna eru
ígular á haus og fótum og fríðar, en aðrar hvítar
og dröfnóttar og fremur ófríðar. Synir Snotru, 2 vetur-
gamlir hrútar, eru vænir og vel gerðir. Hlaut annar
I. verðlaun en hinn II. verðlaun. Var hann ekki nógu
holdgóður, en stóð þó nærri I. verðlaunum.
Snotrn 12 hlaut II. verðlaun fyri rafkvæmi.
fí. Gulhrá 2, eigandi Árni Lárusson, Dalvík, var
keypt lamb frá Krossdal í Kelduhverfi. Gulbrá er sjálf
allvæn og falleg. Fífill sonur hennar er vamn og ágæt-
lega gerður, að öðru leyti en því að spjaldhryggur er
heldur mjór. Dæturnar eru allvænar og vel gerðar ær.
Bringa er í góðu meðallagi, en þó tæplega nógu djúp
á sumum. Herðarnar eru góðar, en læri tæplega nægi-
lega holdfyllt. Fríðagul, ein dætra hennar, kom upp
lömbum, en tvær 2 vetra ær voru lambsgotur og vet-
urgamla ærin geld, sjá töflu 42 B.
Afkvæmi Gulbrár benda á talsverða kynfestu
hennar.
Gulbrá 2 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Fríðagul 1, eigandi Árni Lárusson, Dalvik, er
heimaalin, undan Gul I og Gulbrá 2, sjá töflu 42 B.
Hún er allvæn og vel byggð. Hún átti eitt lamb vetur-
gömul, en hefur alltaf verið tvílembd síðan. Dætur
hennar eru einnig frjósamar. Þær voru allar tví-
lembdar í ár. Allar fullorðnu dætur Fríðugular eru
vænar og fallegar ær og afurðamiltlar. Hins vegar
voru lömbin undan henni ekki væn. Veturgamli hrút-
urinn, Gulur, var mjög holdrýr, eins og flestir vetur-
gamlir hrútar á sýningunni á Dalvík nú í haust.
Fríðagul 1 hlaut III. verðlaun fyrir aflcvæmi.