Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 412
408
B Ú N A Ð A R R I T
Þokki I, eigandi Vésteinn Guðmundsson, Hjalteyri,
var keyptur lamb í Bárðardal. Hann er sjálfur vel
vænn, en er nú farinn að rýrna á bak. Heizt má að
honum finna, að herðar cru heldur háar, en þó sæmi-
lega holdfylltar. Bringan er breið og nær vel fram.
Ullin er ekki laus við illhærur. Gulur er hann í
hnakka.
Afkvæmi Þokka er yfirleitt væn og vel gerð, ígul
á haus og fótuin. Bakhold yngri ánna eru ágæt, én
eldri ærnar eru farnar að slakna lítið eitt. Svipur er
yfirleitt allhörkulegur og myndarlegur. Bringa er vel
löguð, læri og malir vel holdfyllt. Helzti galli er, að
sum afkvæmanna eru fremur slök aftan við herðar.
Synir Þoklca hlutu allir I. verðlaun. Vænleiki þeirra
er góður, sjá töflu 44. Þeir eru þykkvaxnir, holdgóðir
og gallalitlir einstaklingar. Lambhrútarnir eru fram-
úrskarandi vamir og mjög álitleg hrútsefni. Ærnar,
dætur Þokka, eru vænar og mjög afurðamiklar. Þær
Voru allar tvílembdar nema ein. Einlembingsgimbur,
dóttir Þokka, var mjög væn og hafði góða brjóst-
bygginu, en tvílembingsgimbrarnar voru talsvert
slakari.
Þokki hefur mikið kynbótagildi, einkum hvað af-
urðahæfni og frjósemi snertir.
Þolclci I hlaut 11. vcrðlaun fijrir afkvæmi.
Glæsibæ jarhrr.ppur.
Þar voru sýndir 2 hrútar með afkvæmum, sjá
töflu 45.
Tafla 45. Afkvæmi hrúta í Sf. Hnífli, Glæsibæjarhreppi.
1 2 3 4 5 6
A. Faðirinn: Gráni II, 6 vetra 110.0 109.0 82 33 26.0 127
Synir: 2 hrútar, 2 vetra . . 108.0 111.0 81 32 26.0 131
2 hrútar, 1 vetra . . 85.0 102.5 80 36 24.5 131
1 hrútlamb, einl. . . 40.0 85.0 - - 20.0 117
1 hrútlamb, tvíl. . . . 39.0 81.0 - - 18.0 116
i