Búnaðarrit - 01.01.1957, Síða 414
410
BÚNAÐARRIT
B. Kúði IV, eigandi Gunnar Kristjánsson, Dag-
verðareyri. Kúði er undan hrút ættuðum frá Nes-
löndum og á frá Hellulandi. Hann er allvænn og vel
gerður, enda talinn einn af beztu hrútum í hreppn-
um á síðustu aðalsýningu. Ekki bera afkvæmi Kúða
með sér sterka lcynfestu. Synirnir, Dagur og Jökull,
2 vetra og Dagur veturgamall, hlutu aliir II. verð-
laun. Er Dagur, veturgamall, líklega þeirra heztur.
Allir búa þeir yfir talsverðum kostum, hafa br'eitt
og vel holdfyllt bak og allgóð læri. Lambhrútarnir,
sem voru tvílembingar, voru engin hrútsefni. Ærnar,
dætur Kúða, eru sumar prýðilega vænar og vel gerðar
kindur en aðrar heldur slakar. Yfirleitt eru þær þó
holdgóðar og vel vöðvafylltar á bak og malir, en læri
misjöfn. Flest afkvæmin eru hvít á lagðinn, en ígul
á haus og fótum. Ull er i meðallagi að vöxtum. Gimbr-
arnar eru heldur smáar, sæmilega holdgóðar, en
nokkuð misjafnar.
Kúði IV hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
Saurbæjarhreppur.
Þar voru sýndir tveir hrútar með afkvæmum, sjá
töflu 46.
Tafla 46. Afkvæmi hrúta í Sf. Hólasóknar, Saurbæjarhreppi.
1 2 3 4 5 6
A. Faðirinn: Sómi XX, 6 v. 93.5 108.0 73 37 25.0 133
Synir: 2 lirútar, 2 og 3 v. 97.5 109.0 87 38 25.0 134
2 lirútlömb, cinl. . . 45.8 84.0 - - 20.0 115
Dætur: 6 ær, 2—4 v., inylkar 57.0 91.7 - - 21.2 123
1 ær, 2 v., lainbsg. 56.5 95.0 - - 23.0 124
3 ær,l vetra, geldar 51.0 90.0 - - 21.3 122
7 gimlirarlömb, einl. 37.0 79.4 - - 20.1 118
1 gimbrarlamb, tvil. 32.5 81.0 - - 19.0 116
B. Faðirinn: Spakur IX, 6 v. 103.5 109.0 84 36 25.0 130
Synir: 2 lirútar, 3 og 4 v. 106.2 112.0 87 37 26.5 136
1 hrútlamb, einl. .. 44.0 82.0 - - 20.0 117
1 lirútlamb, tvil. . . 43.5 82.0 - - 20.0 116