Búnaðarrit - 01.01.1957, Side 415
BÚNAÐARRIT
411
1 2 3 4 5 6
Dætur: 8 ær, 3—5 v., mylkar 56.3 92.5 - 20.1 125
2 ær, 1 v., geldar . . 52.5 93.0 - 21.0 124
3 gimbrarlömb, einl. 34.7 79.3 - 19.3 117
3 gimbrarlömb, tvil. 34.1 75.8 - 19.0 119
A. Sómi XX, eigandi Sigfús Jónsson, Arnarstöðuin,
var keyptur lamb frá Böðvarsnesi i Fnjóskadal. Sómi
er sjálfur í meðallagi vænn, holdþéttur og fremur vel
byggður.
Afkvæmahópurinn var nokkuð misjafn að bygg-
ingu og holdafari, sum afkvæmanna kostamiklir ein-
staklingar, en önnur talsvert gölluð. Synir Sórna,
Blakkur 3 vetra og Skúfur 2 vetra, eru vænir ein-
staklingar með allgóð mál, samanber töflu 46 A, en
heldur herðakambsháir. Spjaldið er sæmilega breitt
og holdfyllt og læri í góðu meðallagi. Ærnar, dætur
Sóma, eru nokkuð misjafnar. Herðabygging er sæmi-
leg, spjald meðalbreitt og læri yfirleitt fremur vel
holdfyllt. Svipurinn er yfirleitt þreklegur. Flest eru af-
kværnin ígul á haus og fótum, en hvít á lagðinn. Ullin
er gróf og ekki mikil. Lambhrútarnir voru ekki nógu
vænir lil að geta talizt góð hrútsefni. Gimbrarnar
voru of léttar og ekki nógu þroskamiklar. Kynfesta
er ekki áberandi.
Sómi XX hlaut III. verðlann fyrir afkvæmi.
B. Spakur IX, eigandi Þorlákur Hjálmarsson, Vill-
ingadal, var keyptur lamb frá Hróarsstöðum i
Fnjóskadal. Spakur er vænn og vel vaxinn og hefur
verið talinn einn af beztu hrútum á sýningum i
Saurbæjarbreppi síðan 1951.
Afkvæmin voru nokkuð misjöfn, sum góð, eins og
t. d. Nökkvi, 3 vetra, sem er mjög þroskaleg og væn
kind með sterkt og holdgott bak, sömuleiðis Vill-
ingur, 4 vetra, en hann var mjög farinn að bila i
fótum. Ærnar, dætur Spaks, voru allmisjafnar að