Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 419
BÚNAÐARRIT
415
túninu, þar sem hinar ýmsu spildur eða vinnuein-
ingar eru sérstaklega merktar?
Ástæðan er fyrst og fremst sú, að nauðsynlegt er
að taka jarðvegssýnishorn sérstaklega úr hverri
spildu eða vinnuciningu. Það eru fráleit vinnubrögð
að hugsa sér að taka nokkur sýnishorn víðs vegar
um túnið, blanda þeim síðan sarnan og senda til rann-
sókna sem eitt meðalsýnishorn. Það er einnig æski-
legt, að bóndinn kunni nokkurn veginn skil á stærð
einstakra teiga í túninu, svo að hann geti borið á sam-
kværnt gcfnum leiðbeiningum.
2) Ýmsir munu vantrúaðir á það, að bændur fáist
almennt til að færa í bók áburðarmagn og athuga-
semdir um sprettu. Þessir menn hafa sjálfsagt nokkuð
til síns máls. En á miklu veltur, að bóndinn geri sér
ljóst, að slíkt bókhald getur sparað honum verulcgt
fé, að hans þáttur er þýðingarmikil og raunar bráð-
nauðsynleg hlutdeild í samvinnu, eða hlekkur í keðju,
sem mun reynast léleg, ef hann sýnir undanbrogð.
Og ég' hygg, að viðbragð hóndans í þessu efni verði
mjög háð þeirri alúð, þeim heilindum og dugnaði, sein
samverkamenn hans, ráðunautarnir og rannsókna-
fólkið, sýna í verki. Mín reynsla er a. m. k. sú, að
tiitölulega auðvelt sé að fá samvinnu, jafnt við bænd-
ur sem aðra aðila, ef sá eða þeir, sem samvinnunnar
leita, sýna framtak og einlægni í starfi og taka af
tvímæli um, að alvara búi á bak við. En það er mjög
mikilvægt, að bændur geri sér ljóst, að þeirra þáttur
er beinlínis skilyrði fyrir því, að leiðbeiningaþjón-
ustan verði þeim sjálfum að fullu liði.
Sýnishornataka.
Það er algert frumskilyrði, að sýnishornum sé
vandlega safnað og eftir settum reglum. Illa tekin
sýnishorn eru oft verri en engin sýnishorn. Það er