Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 423
BÚNAÐARRIT
419
verði seint metinn í krónum og aurum, og að slíka
starfsemi verði öllu fremur að telja persónuleg
áhugamál vísindainanna eða grúskara, þá er eðlilegt
að torvelt verði að afla fjár. Og það mun sanni nær,
að hér á landi gætir eigi ósjaldan vanmats á gildi og
þó sérstaklega á kostnaði góðrar rannsóknarþjónustu.
Er þetta að vonum, því að slíkri þjónustu hefur ekki
verið komið á laggirnar nema á mjög fáum sviðum.
Hins vegar hefur það gert ógagn og valdið misskiln-
ingi, að rannsóknamenn hafa verið látnir föndra
við viðfangsefni árum saman án þess að hafa haft að-
stöðu til að leysa þau. Og þá er eðlilegt, að menn segi
sem svo: Þarna sjáið þið árangurinn af þessari vís-
indastarfsemi!
Það fer ekki hjá því, að góð rannsóknarþjónusta
kosti nokkuð íe, og það fé verður annað hvort að
koma frá því opinbera eða þeim, er þjónustunnar
njóta, eða frá þessum aðilum háðum.
Eðlilegt er og sjálfsagt, að hið opinbera standi
straum af kostnaði vegna allra grundvallarrannsókna
á jarðvegi landsins, svo sem lcortagerðar og almennra
efna- og eðlisrannsókna. Það er einnig eðlilegt, að
það efli hagnýta rannsóknþjónustu, eins og t. d. efna-
greiningaþjónustu vegna áburðarþarfir, svo og hvers
konar þjónustu, er miðar að betri hagnýtingu auðlinda
og ísl. vinnuafls. En að því er varðar umrædda efna-
greiningaþjónustu, þá virðist mér reynsla og allar
líkur benda til þess, að ríkið muni ekki á næstu ár-
um auka framlag sitt til þessarar starfsemi Jiað ríf-
lega, að unnt yrði að koma lienni á laggirnar á næst-
unni fyrir framlag ríldssjóðs eitt saman. Ég hygg
að telja megi fullvíst, að allmörg ár líði áður en slík
Jijónusta er komin í sæmilegt liorf, ef önnur fjár-
hagsaðstoð kemur ekki til. Og Jiá kemur til kasta
bændanna og félagssamtaka þeirra að ákveða, hvort
heldur þeir kjósa að vera enn um hríð án leiðbein-
271