Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 431
BÚNAÐARRIT
427
skattar eru lagðir á með handauppréttingum löggjaf-
anna.
íslenzk stjórnarvöld hafa ástæðu til að vera ugg-
andi vegna takmarkaðs framlags rannsókna og vís-
inda til magra greina atvinnulífsins. En miklu tel ég
eðlilegra, að áhyggjurnar beindust að því, að starfs-
skilyrðum kunni að vera ábótavant, að hæfa menn
kunni að skorta til að sinna rannsóknunum, eða að
rannsóknafólkið sé ef til vill allt of fáliðað, heldur en
beina athyglinni að lögum og lagabreytingum, og er
þó hið síðasttalda að sjálfsögðu engin goðgá. En það
virðist auðsætt, að tvennt þarf einkum til þess að vinna
góð vísindastörf, nefnilega áhugasamt starfsfólk, er
þelckir sem gerzt sitt starfssvið, og góð vinnuskilyrði.
Ríkisvaldinu ber að stuðla að því eftir megni, að
þessum frumskilyrðum sé fullnægt, og er einkum
þýðingarmikið i þessu sambandi, að ungt, dugandi
fólk sé styrkt ríflega til sérnáms og þannig búið undir
rannsóknastörf. Væru slík störf vel launuð, myndi
fólk af sjálfsdáðum ráðast í sérnám. í þessu sam-
bandi mætti ég ef til vill koma á framfæri þeirri
skoðun minni, að ég teldi það verðuga og þýðingar-
mikla gjöf til handa íslenzkum landbúnaði, að náms-
kröfur yrðu ekki ákveðnar vægari né mámstími
skemmri við væntanlega æðri kennslustofnun á sviði
landbúnaðar en venja er t. d. við beztu verkfræðiskóla.
Landbúnaður er nefnilega flestum atvinnugreinum
fjölþættari og vandasamari, og verður þetta þeim mun
meira sannmæli sem öll vinnutækni vex.
Starf okkar, sem sinnum jarðvegsrannsólcnum er
að öðrum þræði landlýsing og rannsóknir á eðli is-
lenzkrar moldar, en að hinu leytinu beinist það að
því að ráða bót á misfellum og mistökum á sviði rækt-
unar og áburðarnotkunar. Það má því ef til vill virða
mér það til nokkurrar vorkunnar, þó að hjá mér gæti
nokkurrar gagnrýni eða umvöndunartóns. Mér er það