Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 24
22
BÚNAÐARRIT
að semja um, miðað við það, að byggingunni
væri fram haldið. Enn hafði ekki fengizt nema
500 þúsund krónur af 1500 þúsund króna láni,
sem bankastjóri Búnaðarbankans hafði heitið.
2. Þá var rætt um heiti á hótelinu. Hefur í þvi efni
verið rætt um ýmis nöfn, sem brotið hafði verið
upp á. Samþykkt var að leita eftir því að geta
notað nal'nið Hótel ísland og kanna til fulls, hvort
nokkuð gæti verið þvi til fyrirstöðu. Ef svo væri
ekki, urðu menn sammála um að taka það heiti
upp. Næst gengi nafnið Saga.
3. Þá var rætt um nafn á húsið sjálft og komu þá
til greina Bændahúsið og Bændahöll, en engu
slegið föstu um niðurstöður.
4. Þá gaf framkvæmdastjóri upplýsingar um bygg-
ingarkostnað á fyrra ári, sem er um kr.
7.880.000.00. Heildarkostnaður frá byrjun til síð-
ustu áramóta er um 18 milljónir króna.
Fleira ekki. Fundi slitið.“
Með þessum fundargerðum, sem hér eru birtar, tel
ég, að Búnaðarþingi sé gefin glögg og greinargóð
skýrsla um störf húsbyggingarnefndar s. 1. ár. Að
lokum skulu nöfn húsbyggingarnefndar birt hér og
helztu sérfræðinga, er við hygginguna starfa.
Ilúsbyggingarnefnd er skipuð þessum mönnum:
Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, Vatnsleysu, formaður,
Pétur Ottesen, bóndi, Ytra-Hóhni, ritari, Gunnar
Þórðarson, hóndi, Grænumýrartungu, Bjarni Bjarna-
son, fyrrverandi skólastjóri á Laugarvatni, Ólafur
Bjarnason, bóndi, Brautarholti, Sæmundur Friðriks-
son, framkvæmdastjóri, sem jafnframt er aðalfram-
kvæmdasljóri húsbyggingarnefndar. Aðalarkitekt
byggingarinnar er Ilalldór Jónsson, húsameistari.
Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri, hef-
ur alltaf mætt á fundum húsbyggingarnefndar og
verið með i ráðum um framkvæmdir. Aðaltækni-