Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 30
28
BÚNAÐARRIT
Þá er eitt, sem mjög einkennir búskap á Vestfjörð-
um, það er heyverkun þeirra. Þeir hafa haft forustu
fyrir íslenzkum hændum í votheysgerð. Hér slcal ekki
mörgum orðum um það farið. Ég vil þó geta þess,
að i þessari ferð heimsótti ég lítið byggðarlag í Vestur-
ísafjarðarsýslu, Ingjaldssand, fjöllum lukt sveit á þrjá
vegu, en ægir blár við sendna strönd á hina fjórðu hlið.
Þarna eru um 10 býli, vel byggð og vel ræktuð. Byggð
þessi er fögur og sérkennileg. Bændurnir á stærsta býli
sveitarinnar segjast hafa um mörg ár verkað megin-
hluta alls heyafla síns sem vothey. í jafneindreginni
þurrkatíð og í sumar hafa þeir sama hátt á. Allt upp
í 90% af heyi fer til votheysverkunar. Það fylgdi frá-
sögn þeirra, að þeir vildu ekki breyta um verkunar-
aðferð, þótt hægt væri. Svo geðjast þeim votheys-
verkunin vel. Þetta er mjög athyglisvert og má án efa
margt af Vestfirðingum læra i þessu efni.
Á Isafirði dvöldumst við þrjár nætur við hina mestu
risnu og höfðingsskap Búnaðarsambands Vestfjarða og
starfsmanna þess. Einn þann dag fengum við okkur
bát og fórum noður í Grunnavílc. Ég hafði löngun til
þess að skoða hinar fólksnauðu byggðir i Jökulfjörð-
um. Ég fór um þessar sveitir árið 1939. Þá var byggð
enn um alla Jökulfirði og Hornstr«ndir. Þótt víða væri
byggðin gisin. Nú er aðeins smáhópur, 20—30 manns,
eftir í Grunnavík. Byggðirnar hinar aleyddar fólki.
Hin miklu hlunnindi í fjörðum á Hornströndum, reki,
silungur, fugl, eggjataka, æðardúnn, selur o. fl., grotna
niður og verða að engum notum. Ekki þarf um það
að efast, að þrátt fyrir vetrarríki og hart veðurfar,
er í þessum sveitum næg skilyrði til þess að lifa góðu
lifi, ef tækni nútímans er notuð í þjónustu fólksins,
sem þar væri búandi.
Sá litli hópur, er enn heldur velli í Grunnavík af
íbúum Grunnavíkur- og Sléttuhreppa, sem fyrir nokkr-
um áratugum voru 700—800 að tölu, er dæmdur til