Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 51
BÚNAÐARRIT
49
í þessari greinargerð verður miðað við, að vélabúskap-
ur hefjist 1946, enda byrja bændur þá almennt að hag-
nýta vélknúin landbúnaðartæki, traktora og traktora-
verlcfæri. Innflutningur traktora var frá 1945—1950
um 1300 traktorar, en frá 1951—1958 voru fluttir inn
rúmlega 3500 traktorar. Innflutningur annarra búvéla
hefur einnig verið mikill á þessum árum. Þá hefur
fjöldi bænda eignazt jeppa og nokkrir vörubíla. í
árslok 1958 er talið, að bændur landsins, um 6000
að tölu, hafi átt 2567 jeppa, 4843 hjólatraktora, 4543
traktorsláttuvélar, 2111 múgavélar, 872 snúningsvélar,
1217 plóga, 724 herfi, 161 jarðvegstætara, 368 mykju-
dreifara, 742 áburðardreifara (fyrir tilbúinn áburð),
486 ámoksturstæki og margt af öðrum verkfærum.
Þó að bændur séu taldir eiga allmikið af hestaverk-
færum, eru flest þeirra komin úr notkun, enda hafa
þau lítið sem ekkert verið flutt inn á seinni árum.
Um 1000 bændur hafa mjaltavélar og ef til vill 2500
súgþurrkunartæki eru í notkun (áætluð tala).
Ræktunarsambönd eru um 60 á landinu. Sjá þau
uin ræktun fyrir bændur. Þau eru talin eiga um 160
beltatraktora, um 30 hjólatraktora, um 200 þung-
byggð herfi, 44 skjærpeplóga (djúpristuplóga), 25 kíl-
plóga o. fl. tæki. Þá eiga ræktunarsambönd 10 skurð-
gröfur. Enn fremur vinna á vegum Landnáms ríkis-
ins 4 skurðgröfur og 32 á vegum Vélasjóðs.
Nýting véla þeirra, sem íslenzkur landbúnaður hef-
ur yfir að ráða, er mjög misjöfn. Skurðgröfur eru
yfirleitt mjög vel nýttar, enda vinna flestir skurð-
gröfumenn ákvæðisvinnu. Jarðyrkjuvélar ræktunar-
sambandanna eru margar vel nýttar, en sumar illa.
Sumar jarðýtur ræktunarsambanda eru næstum ein-
göngu notaðar til vegavinnu. Búvélar bænda eru nýtt-
ar mjög misjafnlega.
4