Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 56
54
BÚNAÐARRIT
verðs í erlendan kostnað, tolla og innlendan kostnað.
Vegna þess að skýrslur eru ekki sundurgreindar nægj-
anlega, hefur stundum orðið að sæta nokkrum ágizk-
unum. Um fjölda raunverulegra bænda er t, d. ekki
vitað með vissu. Þegar ákveðin var tala starfandi
fólks við landbúnað, var lögð til grundvallar sú tala
bænda, sem miðað er við i búnaðarskýrslum Hag-
stofu íslands. Skýrslur þær eru byggðar á framtölum
manna og eru þau ekki alltaf rétt. Sumir eru taldir
bændur, þó að sama og engan búrekstur hafi, aðrir
eru laldir vinna hjá félagsbúum, j)ó að þeir ættu
e. t. v. frekar að teljast bændur.
Um fjölda vinnufólks var farið eftir framtöldum
greiddum vinnudögum í búnaðarskýrslum. Til að
l'inna fjölda ársfólks var miðað við, að 300 greiddir
vinnudagar væru í árinu. Þá er gert ráð fyrir, að
vinnukona samsvari % karlmanns í vinnuafköstum
og að liðléttingar samsvari % karlmanni í vinnuaf-
köstum. í greinargerðinni er talið, að við landbúnað
vinni bændurnir sjálfir og vinnufólk, sem greitt
hefur verið kaup samkvæmt framtölum. Hins vegar
er vitað, að skyldulið bændanna, eiginkonur, börn og
gamalmenni, vinna víða að talsverðu leyti að bústörf-
um án þess, að fram sé talið. Má því deila um, hve
margt starfsfólk vinni við landbúnað.
Eftir 1946 hafa mörg mjólkurbú verið stofnuð og
nokkur bluti þeirrar vinnu, mjólkurvinnslu, sem áður
var framkvæmd heima á býlunum, hefur flutzt til
mj ólkurbúanna.
Samanburð á stofnfjárstuðlum áranna 1946 og
1958 reyndist því miður ómögulegt að gera vegna
þess, að búnaðarskýrslur l'rá 1946 geta ekki um lil-
kostnað bænda við framleiðsluna.
í töflunni um verð rekstrarvöru, viðhaldsvöru og
þjónustu er flutningskostnaði skipt í erlendan kostn-
að, tolla og innlendan kostnað. Hér er reynt að gizka