Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 77
BÚNAÐARRIT
75
við skýrsluuppgjör. Kann ég þessum mönnum öllum
beztu þakkir fyrir störf þeirra.
Utanferðir.
Ég dvaldi á Norðurlöndum frá 13. ágúst til 16.
september. Fram til 3. september var ég á vegum
Búnaðarfélags íslands, cn eftir það á vegum Búnaðar-
deildar Atvinnudeildar Háskólans. Búnaðarfélag Is-
lands óskaði eftir, að ég mætti fyrir þess hönd á aðal-
fundi norrænu bændasamtakanna N. B. C., sem hald-
inn var í Östersund í Jamtalandi i Sviþjóð dagana
18.—21. ágúst. Auk mín voru eftirtaldir fulltrúar frá
Islandi á fundinum: Sveinn Ti-yggvason, fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Pétur
Ottesen, bóndi, Ytra-Hólmi, frá Sláturfélagi Suður-
lands, Helgi Pélursson, framkvæmdastjóri, frá S. í. S.
og Ólafur Bjarnason, bóndi, Brautarholti, frá Mjólk-
ursamsölunni. Sjálf fundarhöldin fóru fram tvo fyrstu
dagana. Hefur Sveinn Tryggvason ritað grein um
l'undarefnið og meðferð mála í Frey nr. 19—20, bls.
324 og vísast til þess. Síðari tvo dagana ferðuðust
fundarmenn, sem þess óskuðu, í boði Svía um Jamta-
land í nágrenni Östersunds, bæði til skemmtunar og
til þess að kynnast af eigin sjón búskap i þessu
byggðarlagi. Ég tók þátt í íerðalögunum báða dag-
ana. Þau voru hin ánægjulegustu og einnig mjög
fræðandi. Að vísu eru þarna svo ólík skilyrði til bú-
skapar því, sem er hér á landi, að íslendingar geta
þar lítið séð, sem hægt er að heimfæra við íslenzlcar
aðstæður. í Jamtalandi, eins og mjög víða i Svíþjóð,
byggja bændur afkomu sína mjög á skógunum. Jarð-
vegur virðist grýttur og magur og beitilönd víðasthvar
engin frá náttúrunnar hendi, þvi alls staðar er skóg-
ur, nema þar sem mannshöndin hefur rutt hann og
ræktað landið. Á þessu svæði leggjast jarðir mjög i