Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 104
102
BÚNAÐARRIT
11. Glcita frá Indriðastöðum, Borg. (2945), brún, 6
vetra. Eig. Sigurður Daníelsson.
12. Lýsa frá Hofsstöðum í Hálsasveit (2959), leirljós,
6 vetra. Eig. Höskuldur Eyjólfsson.
13. Fluga frá Borgarncsi (2938), rauðvindótt, 9 vetra.
Eig. Sigursteinn Þórðarson.
14. Fregja frá Reykjum, Mosfsv. (2942), grá. 7 vetra.
Eig. Jón M. Guðmundsson.
15. Fluga frá Indriðastöðum, Borg. (2941), rauð, 8
vetra. Eig. Sveinn Sigurðsson.
16. Beta frá Galtafclli, Mýr. (2932), jarpskjótt, 6 vetra.
Eig. Grétar Geirsson, Reykjavik.
17. Stjarna frá Reykjavík (2970), rauðvindótt-stjörn-
ótt, 7 vetra. Eig. Sigvaldi Kristjánsson.
18. Stjarna frá Oddsstöðum í Lundareykjadal (2865),
móvindótt, 10 vetra. Eig. Ragnar Olgeirsson.
Aulc þessarar miklu sýningar voru haldin fjölda
mörg hestamannamót víðs vegar í sveitum landsins, og
setja þau nú mjög svip á samkomu- og skemmtanalíf
sveitanna.
4. Tamningastöðvar voru nú fleiri en nokkru sinni,
alls um 15 víðs vegar um landið. Er æ vaxandi þörf leið-
beiningastarfsemi fyrir þessar tamningastöðvar og
hestamannafélögin. Stjórn Búnaðarfélagsins hefur
knúið verulega á hjá ríkisstjórninni um það mál, og
er vonandi, að úr fari að rætast. Ung stúlka, Rosemarie
Þorleifsdóttir úr Reykjavík, stundaði nám á s. 1. sumri
á reiðskóla í Þýzkalandi og naut styrks frá Búnaðar-
félaginu. Mikilvægt er, að ungt fólk héðan sæki nám í
reiðskólum erlendis. Nú starfar Rosemarie að tamn-
ingu hesta hjá Fák í Reykjavík. Eins og að undanförnu
kenndi ég um 25 nemendum á Ilvanneyri liestatamn-
ingu s. I. vetur.
5. Ættbókina er ég nú að undirbúa til útgáfu. Verður
handrit fyrsta heflis, stóðhestaættbókin með annál
yfir starfsemi hrossaræktarfélagsskaparins, tilbúið