Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 109
BÚNAÐARRIT
107
Margt fleira má benda á í þessu sambandi, sem er
hrossaútflutningnum til óþurftar. Fregnir af erfiðleik-
unum, sem útflytjendur hafa oft mætt hér heima, hafa
borizt til útlanda, og hefur áhugi fyrir að verzla við
okkur mjög minnkað. Nú er svo komið, að stærsti út-
flytjandinn fram að þessu, firmað Sigurður Hannesson
& Co, sem þýzkur verzlunarmaður á að hluta, hefur
ákveðið að hætta afskiptum af hestaútflutningi. Er
það eingöngu vegna erfiðleika, sem firmað hefur mætt
hér heima frá ýmsum aðilum og sökum hinna afar
ótryggu flutningamöguleika. Ameríska firmað, sem tví-
vegis hefur keypt hross héðan og tvívegis verið synjað
um að fá flutta út keypta stóðhesta, hefur tjáð mér, að
erfiðleikarnir á þessum viðskiptum og áhættan sé svo
mikil, að cklci sé fært að leggja út í viðskiptin, nema
tryggt sé, að þeir geti notið í þessum efnum vinsamlegs
stuðnings bænda liér og hins opinbera.
Tilraunir Búnaðarfélagsins að endurvekja eftirspurn
og markað erlendis fyrir íslenzk hross gekk raunveru-
lega vel, þótt oft væru miklir erfiðleikar á veginum og
tvísýna. Mcðan málið var á tilraunastigi voru erfiðleik-
arnir skemmtilegir. Þegar svo farið var að verzla með
hestana með eðlilegum hætti og markaðurinn virtist
vera að skapast, þá komu nýir erfiðleikar. Margir aðilar
fóru að koma til sögunnar og gera sig gildandi, fengu
skyndilega slcoðanir í málinu og létu lcveða að sér.
Verkefni mitt í málinu hefur verið og er aðeins að vera
ráðunautur og hjálpa til. Að óbreyttum lögum og að-
stæðum tel ég ekki fært að koma nærri þessu máli. Eg
held þó að hægt sé að koma „skútunni á réttan kjöl
aftur“, en þá þarf að gera til þess ný átök, svipuð
þeim, sem ég gerði meðan málið var á tilraunastigi.
Grundvallaratriði er það þó, að hver sem tæki málið að
sér aftur geti komið til hinna erlendu áhugamanna og
sagt: Ég er æðsta vald í þessum málum í landi mínu og
það, sem ég segi við ykkur, það stendur. I öðru lagi