Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 137
BÚNAÐARRIT
135
heildaryfirlit um árangur af eyðingarstarfinu, einlc-
um vegna þess að frá einstökum bæjum og sveita-
félögum berast alls engar skýrslur eða í sumum til-
fellum eru þær mjög ógreinilega útfylltar. Áríðandi
er, að skýrslur séu útfylltar eins og til er ætlast,
þannig að getið sé um hvert refagreni, sem legið er
á með nafni, og hvað hafi unnist af dýrum á hverju
greni. Ófullkomin skýrslugerð og vanskil koma í veg
fyrir að hægt sé að slcýra frá réttum niðurstöðum um
unnin dýr og kostnað.
Samkvæmt skýrslu þessa árs, hafa færri refir og
minkar verið unnir heldur en s. 1. ár, og kostnaður
lækkað samsvarandi. Enda hefur greinilega komið
fram, að refum og minlcum hefur fækkað á landinu.
Tilmæli bárust víðsvegar að, um úlvegun veiðimanna
og margir veiðileiðangrar farnir, sem báru mjög góð-
an árangur.
I sambandi við starfsemi mína, sér Carl Carlsen um
hundaliald, sem nú er orðið mikið starf, því s. 1. ár
voru jafnan hjá honum 40—60 hundar, hvolpar og
fullorðnir. Hefur Carlsen reynzt hjálplegur mörgum
veiðimönnum og tekið liunda þeirra í vörzlu lengri og
skemmri tíma, en eins og allir vita eru hundar rétt-
dræpir eins og refir og minkar hér á stóru svæði.
Veiðimenn úr Reykjavík og nágrenni hala farið um
landið og unnið mikinn fjölda minka, a. m. k. svo
skiptir mörgum hundruðum, en auk þess liafa þeir
fundið mörg refagreni og unnið sum þeirra, einnig
nokkur hlaupadýr. Þennan góða árangur ber tvímæla-
laust að þakka aðstoð hinna dugmildu veiðihunda.
Ferðalög.
Janúar: Ferð um Reykjanesfjallgarð, Krýsuvíkur-
heiði, HelJisheiði og Hvalfjarðarströnd.
Febrúar: Ferð um Þingvallasveit, Laugardal, Gríms-
nes, Biskupstungur, Reykjaneshraun, Kjalarnes og Kjós.