Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 161
B ÚNAÐARRIT
159
voru 37009, en aðeins 28551 þeirra var vegin bæði
haustið 1958 og vorið 1959. Nú voru á skýrslu 2596
ám fleira en árið áður. 104 ær drápust óbornar eða
0.28%, og er hvorki reiknað með þeim við útreikning
á afurðum eftir á eða frjósemi. Gera má ráð fyrir að
eitthvað fleiri félagsær hafi drepist frá hausti til vors
en kemur fram á skýrslunum. Sumir ritarar hafa þann
leiða vana að sleppa þeim ám af skýrslu, sem drepast
óhornar, en slíkt er ekki rétt að gera, því að öll van-
höld eiga að koma fram.
Þungi ánna.
Meðalþungi ánna haustið 1958 var 57.2 kg eða 0.8
minni en haustið 1957, en þá voru ær óvenju vænar
vegna hagstæðs árferðis. Þyngstar voru ærnar í Sf.
Þistli í Norður—Þingeyjarsýslu, 68.5 kg. í fjórum
öðrum félögum vógu ærnar meira en 64 kg að meðal-
tali, en það var í Sf. Fellshrepps, Strandasýslu, 65.3
kg, Sf. Öxfirðinga, Norður-Þingeyjarsýslu, 64.5 kg, Sf.
Neista í Öxnadal af þingeyskum stofni 64.4 lcg og í
Sf. Hraungerðishrepps, Árnessýslu, 64.3 kg. Léttastar
voru ærnar í Sf. Borgarhafnarhrepps, A.-Skaft. 45.9 kg
og í þremur félögum öðrum náðu þær ekki 50 kg
meðalþunga, það er i Sf. Kirkjubæjarhrepps, V.-Skaft.,
46.3 kg, í Sf. Álftavershrepps, V.-Skaft. 48.2 kg og í
Sf. Nesjamanna, A.-Skaft. 48.9 kg. í öllum öðrum
félögum vógu ærnar til jafnaðar milli 50 og 64 kg.
Þær ær, sem vegnar voru bæði að hausti og vori,
28551 að tölu, þyngdust til jafnaðar um 3.2 kg yfir
veturinn eða 0.8 kg minna en veturinn áður. I 16
félögum létlust ærnar yfir veturinn, mest i Sf. Hauki,
Haukadalshreppi 4.0 kg. í 93 félögum þyngdust ærnar
yfir veturinn, í 2 félögum liéldu þær nákvæmlega
haustþunga, en í 17 félögum voru þær ekki vegnar að
haustinu. I 38 félögum þyngjast ærnar meira en 5 kg,