Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 172
170
BÚNAÐARRIT
voru 149 ær og 5 fjórlembdar. Einlembdar voru 21015
ær eöa 56.9% og algeldar 697 ær eða 1.9%. Gera má
ráð fyrir, að í sumum félögum hafi fleiri ær verið al-
geldar, en sýnt er á skýrslu. Er það slæmur vani, því
þá gefa skýrslur þessar villandi upplýsingar og betri
útkomu en rétt er. Sem betur fer fjölgar stöðugt þeim
félögum, sem kappkosta að gera skýrsluna í alla staði
rétta. Þökk sé hlutaðeigandi l'élagsstjórnum fyrir það.
Alls fæddust 51560 lömb undan 36905 félagsám eða
139.7 lömb eftir hverjar 100 ær. Er það 6.2% lægri
lambaprósenta en árið áður og sýnir hvimleiða aftur-
för í sauðfjárbúskapnum. Til nytja að hausti komu
48448 lömb eða 131.3 eftir hverjar 100 ær. Er það 7.1
lambi færra eftir hverjar 100 ær en árið áður eða
svipuð útkoma og árið 1956. Frá fæðingu til hausts
fórust 3109 lömb eða 6.0% af fæddum lömbum, en
þar í eru talin lömb fædd dauð. Þetta eru 0.8% meiri
vanhöld en árið áður.
í eftiröldum 9 félögum voru ærnar frjósamastar og
meira en 70% þeirra tvílembdar eða fleirlembdar:
Sf. Vísi, Arnarneshreppi, vestfirzki stofninn, 85.0%,
sá þingeyski 71.1%; Sf. Austra, Mývatnssveit, 81.4%;
Sf. Mývetninga, 76.7%; Sf. Höfðahrepps, 73.6%; Sf.
Árskógshrepps, þingeyski stofninn, 73.3%; Sf. Vestur-
Bárðdæla, 72.8%; Sf. Hnífli, Glæsibæjarhreppi, 72.3%;
Sf. Hólmavíkurhr., 71.5%; Sf. Tjörnnesinga 70.6%.
í 4 af þessum félögum er stofninn þingeyskur, í 3
vestfirzkur og í 2 af báðum stofnum.
í 21 félagi komu 150 lömb eða fleiri til nytja eftir
hverjar 100 ær, en í eftirtöldum 5 félögum 165 eða
fleiri: Sf. Austra, Mývatnssveit, 174; Sf. Mývetninga
og' Sf. Vestur-Bárðdæla 170; Sf. Vísi, Arnarneshreppi,
vestfirzki stofninn, 168 og þingeyski stofninn 165 og
Sf. Höfðahrepps 165.
í 18 félögum komu færri en 110 lömb til nytja eftir
hverjar 100 ær. Þar af fengu eftirtalin 3 félög minna