Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 263
BÚNAÐARRIT
261
Bezti tvævetlingurinn var Glói Páls á Grund. Hann var
sá eini í þeim aldursflokki sem var valinn á héraðs-
sýninguna og hlaut þar I. verðlaun B. Hann var mjög
jafnvel gerður. Næstir lionum stóðu í lækkandi röð:
Latur, Björns i Miðdalsgröf frá Smáhömrum, vel gerð-
ur að öðru leyti en því, að liann hefur ekki nóg hold
á mölum, Óðinn Björns á Smáhömrum, rígvænn og
þróttlegur hrútur, en fullháfættur og ekki nógu hold-
gróinn í lærum, Hörður Karls á Smáhömrum, einnig
prýðilegur hrútur og Gyllir Sverris á Klúku, sem er
lágfætlur og þéttur, en í léttara lagi. Af eldri hrútum
voru sex valdir á héraðssýninguna og hlutu þar viður-
kenningu sem hér segir: I. heiðursverðlaun Konni
Jóns í Tröllatungu, Sóli Ingvars á Tindi og Gestur
Benedikts á Kirkjuhóli, I. verðlaun A: Loðinn Karls
á Smáhömrum og Kubbur Runólfs í Húsavík og I.
verðlaun B: Iíútur Gríms á Kirkjubóli, sjá nánari
lýsingu á þessum hrútum í grein um héraðssýninguna
hér í ritinu. Næstir þessum hrútum stóðu i lækkandi
röð: Hörður Runólfs í Húsavík, rígvænn og vel vax-
inn en nokkuð háfættur, Baldur Árna í Tröllatungu,
þéttvaxinn og lágfættur, Hringur Björns á Smáhömr-
um, ágætur hyrndur hrútur, en þó í grófara lagi á
herðar, Gulur Magnúsar á Tindi og Atli Árna í Trölla-
tungu.
Bændur í Sauðl'járræktarfélagi Kirkjubólshrepps
hafa þegar ræktað upp injög afurðamikinn fjárstofn.
Þegar þeim mikilvæga áfanga er náð, er auðvelt að
bæta það, sem á vantar til þess að fjárstofninn verði
nógu vel vaxinn, holdmikill og ullargóður.
Hólmavíkurhreppiir. Þar voru sýndir 58 hrútar, 82
fullorðnir, sem vógu 93.1 kg, og 26 veturgamlir, sem
vógu 74.6 kg til jafnaðar. Voru þeir því nokkru léttari
en sýslumeðaltalið og aðeins í einum hreppi sýslunnar
voru hrútar léttari, sjá töflu 1. I. verðlaun hlutu 23
hrútar, en 7 voru dæmdir ónothæfir. Bezlu vetur-