Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 264
262
BÚNAÐARRIT
gömlu hrútarnir voru þessir í lækkandi röð: Spakur
Páls Áskellssonar, Kolur Gests á Víðidalsá, Kútur
Ólafs Magnússonar og Gráni Björns á Hrófá. Allir
eru þessir hrútar mjög álitlegir, en enginn þeirra af-
bragð. Beztu tvævetlingarnir voru Smári Hauks á
Hrófá, Pjakkur Helga á Hrófá og Spakur Finns Jóns-
sonar. Fimm beztu fullorðnu hrútarnir voru valdir
á héraðssýninguna. Einn þeirra Svanur Lofts Bjarna-
sonar, hlaut I. heiðursverðlaun, tveir I. verðlaun A,
Ivonni Benedikts Sæmundssonar og Dindill Ölafs
Magnússonar, og tveir I. verðlaun B, Hnífill Ingimund-
ar Ingimundarsonar og Þór Finns Jónssonar, sjá
grein um héraðssýninguna liér í ritinu. Næstir héraðs-
sýningarhrútunum í sama aldursflokki voru þessir:
Kópur Karls Loftssonar, ágætlega vænn og bakholda-
gróinn hrútur, en hefur varla nógu góð mala- og læra-
liold, Garpur Guðmundar Magnússonar, afbragðs
holdakind, en ekki að sama skapi þungur, Hnífill
Kára Sumarliðasonar, vænn og virkjamikill, en tæp-
lega nógu holdmikill á baki, Spakur Jóns Loftssonar,
jafnvaxinn og prýðilega gerður, Hörður Jóhanns
Níelssonar, framúrskarandi bakbreiður og holdmikill,
hefur frábærar útlögur, en er nokkuð háfættur og
Smári og Gulur Gests á Víðidalsá, þéttvaxnir og lág-
fættir, og sá síðarnefndi hefur óhemju mikið brjóst-
rými.
Hrófbergshreppur. Þar voru aðenis sýndir 14 hrút-
ar. Norðan varnargirðingar var aðeins 1 hrútur sýnd-
ur. Á héraðssýninguna voru valdir tveir hrútar, Hnoðri
og Kolur Magnúsar Guðjónssonar, Ósi. Sá fyrrnefndi
hlaut þar I. verðlaun A, en hinn I. verðlaun B. Yfir-
leitt eru hrútarnir á báðuin búunum á Ósi háfættari
og grófbyggðari en skyldi, þótt þeir séu margir vænir
og þróttlegir.
Kaldrnnaneshreppur. Sýndir voru 112 hrútar, 69
fullorðnir og 43 veturgamlir. Þeir fyrrnefndu vógu