Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 265
BÚNAÐARRIT
263
89.3 kg og þeir síðarnefndu 71.9 kg. Þeir fyrrnefndu
voru jafnþungir og hrútar á sama aldri 1956, en þeir
siðarnefndu aðeins léttari, en þá var sýningin líka
verr sótt. I. verðlaun hlutu 39 hrútar eða 34.8%, sem
er svipaður hundraðshluti og 1956. Á héraðssýning-
una voru valdir 11 beztu hrútarnir, 2 tvævetrir og 9
eldri. Af þeim hlutu 2 heiðursverðlaun, 5 I. verðlaun
A og 4 I. verðlaun B, sjá grein um héraðssýninguna
hér í ritinu. Beztu veturgömlu hrútarnir voru: Skarði
í Bakkagerði, Ilnútur á Svanshóli, Oddi í Ivlúku,
Nasi í Skarði, Spalcur í Iíaldrananesi og Gulli á Svans-
hóli, allir prýðilegir hrútar, en enginn þeirra djásn.
Beztu tvævetlingarnir, næstir þeim, sem fóru á héraðs-
sýninguna, voru Gosi á Bassastöðum og Lubbi i Odda,
báðir mjög vel gerðir einstaklingar og sá síðarnefndi
sérstaklega lágfættur og jafnholda, en ívið of fram-
þunnur.
Kolur Arngríms í Odda er tvímælalaust reyndasti
kynbótahrúturinn í Kaldrananeshreppi. Hann var nú
sýndur með afkvæmum og vísast til umsagnar um
þau þar, en þess skal þó getið hér, að á sýningunni
voru 6 synir hans, sem hlutu I. verðlaun. Voru þeir
óvenju vel gerðir og holdamiklir og einn þeirra var
Oddi Ragnlieiðar á Bakka, sem dæmdur var annar
bezti hrúturinn í sýslunni. Hann er metfé og hefur
einhver bezt gerðu læri, sem finnast á kollóttum
hrútum hér á landi. Kolur gamli hefur enzt ágætlega.
Hann hefur því miður gul hár í ull. Kemur það fram
í sumum afkvæmanna. Mjög má þakka starfsemi fjár-
ræktarbúsins á Svanshóli, hve kostamiklir margir
hrútar í Kaldrananeshreppi eru, einkum þó, hve vel
þeir eru gerðir að aftan, hafa ágæt bakhold og frábær
mala- og lærahold. Aftur á móti hefur Svansliólsféð
varla náð nægu brjóstkassarými, enda ber nokkuð á
þeim galla á hrútum í hreppnum.
Arneshreppur. Sýndir voru 74 hrútar, 51 fullorðinn