Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 268
266
BÚNAÐARRIT
Grettir og Spakur á Vonarlandi báru af hrútum á sýn-
ingunni, báðir glæsilegir, þungir og vel gerðir, þó
Spakur fullháfættur. Flestir hinna hrútanna, sem
hlutu I. verðlaun, eru vænir, allholdmiklir, en yfirleitt
of háfættir og grófbyggðir og þurfa mikla landkosti
til þess að njóta sín. Skjaldfannarhrútarnir eru þó
undantekning að því leyti, að þeir eru margir lágfættir
og holdþéttir, en hafa of krappan brjóstkassa. Nauð-
synlegt er fyrir bændur í Nauteyrarhreppi að breyta
um stefnu í fjárvali, velja holdþéta, þykkvaxna og
lágfætta hrúta i stað hinna grófbyggðu risa, sem setja
svip sinn á lirútastofninn í hreppnum.
Reykjarfjarðarhreppur. Sýndir voru 48 hrútar, 25
fullorðir og 23 veturgamlir. Þeir eldri vógu 89.2 kg,
en þeir veturgömlu 72.4 og voru því báðir aldurs-
flokkar nokkru léttari en jafnaldrar þeirra í sýslunni.
Fyrstu verðlaun hlutu 27 hrútar og enginn var ónot-
hæfur. Bezti hrúturinn á sýningunni var Göltur í
Reykjarfirði, mjög jafnvaxinn holdahnaus, en hefur
varla nógu rúmmikinn brjóstkassa. Næstir honum
af 3ja A'etra og eldri hrútum voru: Hörður á Eyri,
holdgróinn, en fremur léttur, Óðinn á Miðhúsum,
Óðinn Geirs í Skálavík og Kóngur Páls í Þúfum, sonur
Goða í Þúfum, sem var metfé. Allir þessir lirútar
eru miklar holdakindur og bera með sér einlcenni
ræktunar. Samt vantar nokltuð á, að þeir hafi eins
mikið brjóstrými og æskilegt væri. Það veldur því,
að þeir eru varla nógu þungir. Bezti tvævetlingurinn
var Soldán Ásgeirs í Þúfum, líka sonur Goða. Hann
er mjög þéttvaxinn og holdgróinn. Næstur honum stóð
Bliki í Heydal, einnig mjög vel gerður, en ekki þroska-
mikill. Af veturgömlum hrútum stóð Kollur í Vogum
efstur, prýðilega vænn og vel gerður einstaklingur.
Yfirleitt einltennir gott lioldafar hrútastofninn í
lireppnum, en bændur þyrftu að kappkosta að auka