Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 269
BÚNAÐARRIT
267
brjóstkassavídd hrútanna, því að annars má búast
við að féð verði of létt, er fram líða stundir.
Ögurhreppur. Sýndir voru 23 hrútar, 17 fullorðnir
og' 6 veturgamlir. Þeir fullorðnu vógu 91.0 kg, en þeir
veturgömlu 78.2 kg að meðaltali. Fyrstu verðlaun
hlutu 10 hrútar. Gamli Freyr í Litlabæ er afbragðs
kind og heldur sér prýðilega, þrátt fyrir háan aldur.
Bokki á Laugabóli, ættaður frá Iválfavík, er framiir-
skarandi vel gerður, lágfættur, þykkvaxinn og hold-
gróinn. Kollur í Ögri er einnig afbragðs kind. Hrúta-
stofninn í hreppnum er góður. Þar eru að vísu til of
háfættir og hrikalegir hrútar, en allmargir eru í senn
lágfættir og öðrum æskilegum kostum búnir. Þeir
bera með sér, að sumir bændur í sveitinni vanda sig
við lirúlavalið og hafa myndað sér rétta skoðun um,
hvernig féð eigi að vera byggt.
Súðavíkurhreppur. Sýndur var 51 hrútur, 30 full-
orðnir og 21 veturgamall. Þeir fullorðnu vógu 85.5
kg og voru léttari en í nokkrum öðrum hreppi í sýsl-
unni, en þeir veturgömlu 69.2 kg. Fyrstu verðlaun
hlutu 17 hrútar. Af 3ja vetra og eldri hrútum voru
þessir beztir: Malkus á Svarthamri, prýðilega hold-
mikill, þéttvaxinn og lágfættur, Sómi í Minni-Hattar-
dal, mjög lágfættur, vel byggður og holdgróinn og
Hnöttur Guðmundar Guðnasonar í Súðavík, holdmik-
ill, en of grófbyggður. Bezti tvævetlingurinn var Þokki
á Svarfhóli frá Kálfavík, afbragðs vel gerður og hold-
gróinn. Næstur honum stóð Spakur Gunnars Gísla-
sonar, Súðavik, ágætlega jafnvaxinn og holdgóður og
Númi Ragnars Þoibergssonar, Súðavík. Bezti vetur-
gamli hrúturinn var Styggur Ragnars Þorbergssonar,
Súðavík, frá Svarfhóli, klettþungur og vel gerður.
Hrúlastofninn í sveitinni er misjafn, margir of létt-
ir, en nóg er þar af góðum hrútum til þess að rækta
upp góðan fjárstofn í lireppnum.