Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 272
270
BÚNAÐARRIT
þeirra bezt gerður, en er varla nógu þungur. Hann er
prýðileg holdakind, með vel hvíta ull. Spalcur og
Freyr eru vænleika kindur, en standa ekki Reyk á
sporði, hvað gerð snertir. Val'alítið geta bændur í
Flateyrarhreppi komið sér upp betri hrútum, en þeir
eiga nú, og það þurfa þeir að leggja áherzlu á á næstu
árum.
Mosvallahreppur. Þar var sýningin fremur vel sótt,
þótt ekki væru sýndir nema 34 hrútar, 28 fullorðnir,
sein vógu 93.9 kg að jafnaði, og 6 veturgamlir, sem
vógu 80 kg að meðaltali. Bæði fullorðnu og vetur-
gömlu hrútarnir voru vænni að meðaltali, en jafn-
aldrar þeirra í sýslunni í heild. I. verðlaun hlutu 10
hrútar fullorðnir, er vógu að meðaltali 98.9 kg og
einn veturgamall, sem vóg 82.0 kg. Beztu lcollóttu
hrútarnir voru: Glókollur í Ytri-Hjarðardal frá Eyri
1 Skötufirði, Kollur á Vífilsmýrum og Smári í Grafar-
gili, allt prýðilega vel gerðir hrútar. Af hyrndu hrút-
ununi stóðu fremstir: Stúfur Björgmundar á Iíirkju-
bóli, heiinaalinn, sonur Holta, Freyr á Hóli frá Þúfum
og Viðir Björgmundar á Kirkjubóli ættaður frá Neðri-
Hjarðardal í Dýrafirði. Hrútar í Mosvallahreppi eru
misjafnir, einkuin eru margir þeirra of holdlitlir á
baki og mölum og fóru sumir fyrir þann galla í II.
verðlaun, sem annars hefðu fengið I. verðlaun. Lík-
lega stafar þetta að einhverju leyti af misjafnri með-
ferð, en ef svo er ekki, þarf að gæta þess vel að reyna
að útrýma holdleysi úr fé í hreppnum.
í lireppnum starfar ekki sauðfjárræktarfélag, en
þar hefur verið rekið nautgriparæktarfélag um skeið
með góðum árangri, og ættu fjáreigendur að vinna
á félagslegum grundvelli að kynbótum fjárins.
Mýrahreppur. Þar voru haldnar tvær sýningar, báð-
ar vel sóttar. Alls voru sýndir í hreppnum 72 hrútar,
52 tveggja vetra og eldri, sem vógu 93.9 kg til jafn-