Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 276
274
BÚNAÐARRIT
um eiginleikum. Allir veturgömlu hrútarnir aö undan-
skildum þessum eina, hlutu III. verðlaun eða engin
verðlaun, sem er mjög óhagstæð flokkun. Fjáreig-
endur í sveitinni ættu að vanda betur val lífhrútanna,
en gert hefur verið og tryggja með því meiri frain-
farir í fjárræktinni.
Tálknaf jarðarlireppur. Þar var sýningin fremur vel
sótt. Sýndir voru 23 hrútar, 19 fullorðnir, sem vógu
95.0 kg og 4 veturgamlir, sem vógu 77.0 kg að meðal-
tali. I. verðlaun hlutu 8 hrútar, allir tveggja vetra og
eldri og er það heldur betri flokkun, en á síðustu
sýningu. Af þriggja vetra hrútum og eldri stóðu
efstir Jökull á Suðureyri, Hosi í Norður-Botni og
Kollur á Suðureyri. Jökull er vænn, með rúmmikinn
brjóstkassa, ágætlega Iioldgóður, en er þó grófari en
bezt verður á kosið. Hosi er ekki eins þungur og
Jökull, en er þó prýðileg kind, með ágæta afturbygg-
ingu. Kollur á Suðureyri er einnig prýðilegur einstakl-
ingur, með breitt og holdgróið bak og ágæt mala- og
lærahold. Hringur í Hjallatúni frá Hringsdal var ann-
ar í röð hyrndra hrúta 3ja vetra og eldri. Hann er
þungur og jafnvaxinn. Snigill á Sveinseyri var beztur
af tveggja vetra hrútum. í beztu hrútunum í Tálkna-
firði búa miklir kostir og vafalitið geta fjáreigendur
í hreppnum komið sér upp góðum fjárstofni, ef alúð
er lögð við ræktunina.
Rauðasandshreppur. Þar voru tvær sýningar, önnur
í Örlygshöfn, en hin á Rauðasandi. Sýndur var 51
hrútur, 34 fullorðnir, sem vógu 92.9 kg að jafnaði,
og 17 veturgamlir, sem vógu 78.8 kg að meðaltali.
I. verðlaun hlutu 6 fullorðnir og. 1 veturgamall. Af
þriggja vetra hrútum og eldri voru Vöggur í Neðri-
Tungu frá Hvallátrum og Prúður í Hænuvík frá Vatns-
dal beztir. Vöggur er metfé að gerð, með þróttmik-
inn svip, ágæta brjóstkassabyggingu, ágætlega hold-
góður á baki, mölum og lærum og góða ull. Prúður