Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 277
BÚNAÐARRIT
275
í Hænuvík er ágætlega gerður, vænn og holdgóður,
en í háfættara lagi. Prúður á Hvallátrum og Hörður
í Hænuvík eru einnig miklum kostum búnir, en jafn-
ast ekki á við Prúð í Hænuvík og Vögg í Tungu.
Hrútarnir í Rauðasandshreppi flokkuðust yfirleitt
fremur illa. Ástæðan fyrir því, er fyrst og fremst sú,
að fjáreigendur í sveitinni hafa lagt um of upp úr
háfættu fé. Hrútar í hreppnum eru háfættari en í
l'lestum öðrum hreppum í sýslunni og jafnvel þótt
víðar sé leitað. Meðalfótleggur á sýndum hrútum var
138.9 mm og rösklega helmingur hrútanna höfðu
fótlegg 140 mm og þar yfir. Fjáreigendur í Rauða-
sandshreppi þurfa að hreyta um stefnu í fjárræktinni,
með því að forðast háa fætur eftir því, sem tök eru á,
því að það virðist ekki vera ástæða fyrir þá að rækta
háfættara fé en annarsstaðar, nema ef síður væri,
þar sem landgæði teljast ekki mikil.
Bnrðastrandarhreppur. Þar var sýningin mjög vel
sótt. Sýndir voru 55 hrútar, 40 fullorðnir, sem vógu
97.8 kg og 15 veturgamlir, sem vógu 78.8 kg að meðal-
tali, og voru þeir þyngri en jafnaldrar þeirra í nokkr-
um öðrum hreppi í sýslunni og mun þyngri en á aðal-
sýningu árið 1956.
I. verðlaun hlutu 18 fullox-ðnir, sem vógu að meðal-
tali 103.3 kg, og 4 veturgamlir, sem vógu 81.0 kg að
jafniaði. Beztu fullorðnu hrútaTnir voru Dropi í
Hvammi, Lubbi á Auðshaugi, Spakur í Ytri-Miila,
Múli á Fossá, Hringur og Jaki á Hamri, Hringur á
Auðshaugi, Þór á Vaðli og Óðinn í Hvammi. Allir
þessir hrútar hafa mikla kosti og eru mjög jafnir
að gæðum og erfitt að gera upp á milli þeirra beztu.
Af veturgömlum hrútum stóðu Bjartur á Brjánslæk
og Vinur á Vaðli efstir.
Barðstrendingar eiga nú mjög þunga hrúta og marga
ágætlega gerða, en þeir verða að varast að velja hriita
of mikið eftir beinastærð. Sýndir hrútar í lireppnum