Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 279
BÚNAÐARRIT
277
kassabyggingu, ágætlega holdgx-óinn og hefur gott
samræmi.
Féð hjá eyjabændum er afurðasamt, sé því sómi
sýndur. Fjáreigendur í hreppnum þurfa að kapp-
kosta að koma sér upp góðum hrútastofni til þess
að bæta byggingarlag fjárins, en forðast jafnframt
mjög háfætt fé.
Múlahreppur. Þar voru sýndir 18 hrútar, allir full-
orðnir. I. verðlaun hlutu aðeins 4 hrútar, en þeir voru,
Ivollur á Hamri, Baldur og Spakur í Bæ og Hnoðri á
Kirkjubóli. Hrútarnir ,sem sýndir voru, voru mis-
jafnir, flestir þó nothæfir, en fáir eða engir verulega
góðir. Það ætti að vera hægt að koma upp betri hrúta-
stofni í hreppnum, en nú er, þvi að þaðan hafa komið
góðar kindur í fjárskiptin.
Gufudalshreppur. Þar var sýningin mjög vel sótt.
Sýndir voru 25 fullorðnir hrútar, sem vógu 90.0 kg,
og 16 veturgamlir, sem vógu 77.3 kg að meðaltali.
I. verðlaun hlutu 8 hrútar fullorðnir, sem vógu 97.0
kg, og 3 veturgamlir, sem vógu 81.7 kg til jafnaðar.
Af 3ja vetra og eldri hrútum stóð efstur Spakur
á Skálanesi, sonur Kolls í Fjarðarhorni, metfé að
gerð og vænleika, lágfættur, sterkbyggður, með ó-
venju breytt og holdgróið spjald, breiðar og vel hold-
fylltar malir og ágæt lærahold. Næstur Spak stóð
faðir hans Kollur í Fjarðarhorni, mjög vel gerður
einstaklingur, en hefur fullstutta ull. Þriðji í röðinni
var Hörður í Djiipadal, vænn, eir í grófara lagi. Af
2ja vetra hrútum var beztur Lanxbi á Kletti, prýði-
lega byggður, nema hvað hann er í styttra lagi. Næst-
ur honum stóð Gulur í Gufudal, sonur Harðar í
Djúpadal. Hann er vænn með rúma brjóstkassabygg-
ingu og ágæt bak- og læraliold. Þriðji var Gosi á
Skálanesi, sonur Spaks þar, ágætur hrútur, sem líkist
föðurnum að mörgu leyti. Af sýndum hrútum voru