Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 284
282
BÚNAÐARRIT
fótlegg eða hærri, hæst 150 ram. Breyti bændur i
Klofningshreppi ekki um stefnu í fjárvali, þá er von-
laust ura, að þeir eignist nothæft fé. Haglendi í hreppn-
um er rýrt a. m. k. miðað við aðra hreppa í sýslunni
og því voðinn vís, ef fjáreigendur strekkja við að
eignast sem allra háfættast fé.
Fcllsstrandarhreppur. Þar voru sýndir 57 hrútar,
39 fullorðnir, sem vógu 90.4 kg, og 18 veturgamlir,
sem vógu 71.8 kg að meðaltali, þeir fyrrnefndu því
léttari en hrútar á sama aldri í nokkrum öðrum
hreppi sýslunnar, en veturgamlir eru aðeins léttari
i Ivlofningshreppi. Fyrstu verðlaun hlutu 10 hrútar,
en 11 voru ónothæfir. Er J)að slæmt hlutfall. Að-
eins einn I. verðlauna hrúturinn var veturgamall,
Hálfur Áskels í Skógum frá Túngarði, sonur Prúðs,
allþéttvaxinn og álitlegur hrútur, en vantar þó á
malahold. Bezti hrúturinn á sýningunni var Prúð-
ur í Túngarði frá Hóli í Hvammssveit, lágfættur,
jafnvaxinn, holdgóður og svipgóður einstakling-
ur. Næstur honum stóð Spakur í Svínaskógi frá ísa-
firði, vænn, allholdgóður, en of háfættur. Sá þriðji
var Kjarval á Breiðabólstað, mjög vænn hrútur og
allvel gerður. Næstir í röð voru Högni á Valþúfu,
Gestur á Breiðabólslað og Styggur á Hellu. Háir fæt-
ur samfara holdleysi og öðrum óræktareinkennum
eru aðalgallar hrúta á Fellsströnd, eins og því mið-
ur víðar í Dalasýslu. Meðalfótleggjahæð hrúta í
hreppnum er 138 mm. Að vísu er það skárra en í
Klofningshreppi, en samt óviðunandi. Hrútar Guð-
mundar á Ytra-Felli slá metin í fótahæð i hreppnum
og þótt víðar væri leitað, hafa 147 mm fótlegg að
meðaltali. Fífill þar hefur 151 mm fótlegg og veitir
því aðeins betur en Botna á Melum i Klofningshreppi,
en báðir þyrftu þeir að hverfa úr fé og allir þeirra
Hkar. Fellsströndungar þurfa að gera mikið átak til
þess að bæta hrútastofninn, en allt ber vott um, að