Búnaðarrit - 01.01.1961, Síða 285
BÚNAÐARRIT
283
þeim hafi telcizt illa hrútavalið við fjárskiptin. Samt
eru I. verðlauna hrútarnir, eins og venjulega, frá
bæjum á Vestfjörðum, þar sem fjárstofnar eru kosta-
miklir, eins og frá Neðra-Ósi, Gili og Minnibakka í
Hólshreppi, Kvígindisfirði og víðar.
Hvammslireppur. Sýningin var prýðilega sótt og
sýndir 80 hrútar, 61 fullorðinn og 19 veturgamlir.
Að meðaltali vógu þeir fullorðnu 96.8 kg og þeir vet-
urgömlu 85.0 kg og voru þyngri en jafnaldrar þeirra
í öðrum hreppum sýslunnar. I. verðlaun hlutu 38
eða tæpur helmingur sýndra hrúta, en aðeins 5 voru
ónothæfir.
Beztu veturgömlu hrútarnir voru Glanni og Kóng-
ur í Magnússkógum og Kolur í Hólum, allir lágfætt-
ir, vel vaxnir og holdgrónir. Glanni og Kóngur eru
synir Smára á Ketilsstöðum frá Kvígindisfirði, sem
er afbragðs kind að öðru leyti en því, að hann hefur
snúna fætur. Keinur sá galli fram á sumum afkvæm-
um hans. Þessi galli er á allmörgum hrútum í hreppn-
um og getur orðið til vandræða, ef hann ágerist.
Þarf því að velja gegn honurn eftir því, sem tölc
eru á, en því miður hafa margir kostamestu hrút-
ar hreppsins þennan galla. Beztu 2ja vetra hrútarn-
ir voru Ketill í Magnússkógum frá Ketilsstöðum,
sonur Smára, afbragðs kind, Gulur í Gerði, rígvænn
og holdmikill, Roði i Magnússkógum, afbragðs holda-
kind, Sómi á Ketilsstöðum, sonur Smára, jafnvax-
inn og prýðilega gerður, Hringur í Gerði, glæsileg-
ur og útlögumikill, en ekki nógu holdgróinn í lær-
um, Hörður i Glerárskógum og Bjartur i Miðgerði.
Af kollóttum hrútum 3ja og 4ra vetra báru þessir af:
Reykur Geirs á Skerðingsstöðum frá Reykjarfirði,
fagur, þróttlegur, ágætlega gerður og holdþéttur,
Reykur í Glerárskógum, einnig prýðilega gerður ein-
staklingur, en fullháfættur, Prúður í Rauðbarða-
holti, þéttvaxinn og holdgóður, en hefur varla nógu