Búnaðarrit - 01.01.1961, Síða 286
284
BÚNAÐARRIT
miklar útlögur, enda ekki þungur, Bjartur í Knarr-
arhöfn, Sómi á Kýrunnarstöðum og Grettir í Knarr-
arhöfn. Beztu hyrndu hrútarnir 3ja og 4ra vetra
voru: Dufan í Hólum, vænn hrútur, glæsilegur og
holdgróinn, Þór í Magnússkógum, sonur Smára á
Ketilsstöðum, hefur frábærar útlögur og ágæt hold,
Smári Jóns í Ásgarði, vænn og ljómandi vel gerður
á marga lund, en hefur varla nógu þróttlegt höf-
uð, Randver á Laugarfelli og Hringur í Ásgarði,
háðir vænir, útlögumiklir og allholdgóðir, Smári á
Ketilsstöðum, afbragðs kind að öðru leyti en því, að
hann er bagaður í fótum. Fleiri ágætir, hyrndir
hrútar eru í Hvammssveit og má án efa telja að í
engum hreppi sýslunnar séu nú jafnbetri hrútar,
þótt fótagallar dragi úr gildi margra þeirra til kyn-
bóta. Samt eru margir of háfættir hrútar í sveit-
inni. Meðalfótleggjahæð hrúta í hreppnum er 137.3
mm, en þeirra 2ja vetra og eldri, sem hlutu I. verð-
laun, 134.2 mm.
Við fjárskiptin hefur tekizt að fá kostamikla lirúta
í Hvammssvéitina, og bændur þar leggja alúð við
kynbætur, bæði hvað val hrútanna varðar, uppeldi
þeirra og fóðrun fjárins yfirleitt.
Laxárdalshreppur. Þar var sýning með aíbrigðum
fjölsótt og alls sýndir 152 hrútar, 110 fullorðnir og
42 veturgamlir. Þeir voru svipaðir að vænleika og
hrútar á sama aldri í sýslunni, veturgamlir þó að-
eins þyngri í Laxárdal, sjá töflu 1. I. verðlaun hlutu
53 hrútar, en 17 voru dæmdir ónothæfir. Er það mun
lakara hlutfall en í Hvammssveit, enda mun mis-
jafnari hrútar í Laxáxdal. Á sýningu í litla fjár-
skiptahólfinu syðst í hreppnum voru nokkrir prýði-
legir tvævetlingar. Má nefna nr. 170, nr. 182 og Há-
kon á Þoxbergsstöðum, alla frá Reykjarfirði. Þeir
eru miklum kostum búnir, sneglulegir og l'ríðir. Á
sýningunni í Laxárdalnum voru margir kostamiklir