Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 297
BÚNAÐARRIT
295
lits gerfinu. Nokkrir eru alltof háfættir. Hálfþing-
eysku blendingarnir eru sumir álitlegir, en of margir
þroskalitlir e6a gallaðir á ýmsan hátt. Hafa sumir
þeirra án efa verið látnir lifa fremur vegna þess,
að þeir eru undan hrútum, sem sætt var úr, held-
ur en af því að þeir væru álitleg hrútsefni. Svo vill
oft verða, en réttast er að vera jafn vandur að vali
ásetnings hrúta undan ám, sem hafnast hafa við
sæði úr hrútum í fjarlægð, eins og ef um lömb af
heimastofni er að ræða.
Miklaholtshreppur. Þar var fjölsótt og glæsileg
sýning. Sýndir voru 110 hrútar, 73 2ja vetra og eldri,
sem vógu 92.2 kg, og 37 veturgamlir, sem vógu 70.5
kg til jafnaðar. Þeir fullorðnu voru þyngri, en þeir
veturgömlu léttari en hrútar á sama aldri fyrir 4
árum. Fyrstu verðlaun hlutu 54 hrútar eða nær því
annarhver hrútur, en ónothæfir voru aðeins 4. Tíu
beztu hrútarnir voru ákveðnir á héraðssýninguna
og vísast til umsagnar um þá í grein um þá sýningu
hér í ritinu. Sjö þeirra voru frá Hjarðarfelli, tveir
frá Dal og einn frá Fáskrúðarbakka. Bezti kollótti
hrúturinn veturgamli, Snarfari á Hjarðarfelli, fór á
héraðssýninguna. Næstir honum stóðu Hnoðri Hall-
dórs í Dal, lágfættur, jafnvaxinn, en ekki nógu hold-
mikill og Svanur í Miklholti, laglegur, en elcki þroska-
mikill. Af hyrndum veturgömlum báru þeir af
Hnokki og Þróttur á Hjarðarfelli og fóru á héraðs-
sýninguna, en næstir þeim stóðu í lækkandi röð:
Fífill Guðbjarts á Hjarðarfelli, jötunvænn, lágfættur
og holdmikill, en grófur um lierðar og ekki nógu
hausfagur, Kútur i Miklholti, snotur og kostamik-
ill hrútur, en þroskalítill, Spakur á Borg og Roði
Erlendar í Dal, báðir miklum kostum búnir, en sá
síðarnefndi of liáfættur og grófbyggður. Bezti koll-
ótti tvævetlingurinn var Baldur á Hjarðarfelli, mjög
vænn og virkjamikill, en ekki nógu hausfagur og