Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 308
306
BÚNAÐARRIT
Spök átti lamb gemlingur og síðan hefur hún verið
þrisvar tvílembd og fjórum sinnum einlembd. Tví-
lembingarnir, 5 gimbrar og einn hrútur vógu á fæti
40.0 kg, en einlembinbarnir, 2 hrútar og 2 gimbrar
vógu 45.5 kg að meðaltali. Kjöthlutfall fjögurra lamb-
anna, sem slátrað hefur verið var 44.8%.
Spölc 40 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Freyja 58, eigandi Árni Daníelsson, Tröllatungu.
F. Spakur 20, M. Lind 1. Afkvæmin eru kollótt, hvít,
sum gulleit á haus og fótum. Þau eru stór, bollöng,
hafa granna fætur og varla nógu sterkar afturkjúkur.
Þau eru fremur holdber á balci og mölum, nema
sonurinn Glæsir, sem er ágætur I. verðlaunahrútur.
Annar lambhrúturinn er nothæft hrútsefni, en hinn
elcki. Freyja er afburða afurðaær. Veturgömul átti
hún gimbur, er lagði sig með 16.2 kg falli, síðan hefur
hún alltaf verið tvílembd, átt 7 hrúta, er vógu 47.9
kg og 3 gimbrar, er vógu 40.3 kg til jafnaðar. Slátrað
hefur verið 4 tvílembings hrútum undan Freyju, sem
lögðu sig með 19.4 kg falli til jafnaðar. Dætur Freyju
hafa alltaf verið tvílembdar, en eru enn ungar.
Freyja 58, hlaut 11. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Snót 1, eign Björns Guðmundssonar, Miðdalsgröf,
var sýnd með afkvæmum 1958 og hlaut þá I. verð-
laun fyrir þau, sjá um ætt og lýsingu afkvæma í
Búnaðarriti 72. árg., bls. 441. Litlu þarf við þá lýs-
ingu að bæta. Snót er afburða afurðaær og afkvæmin
í senn rígvæn, vel vaxin og holdmikil. Sonurinn
Hnoðri er ágætur I. verðlauna hrútur. Snót átti lamb
gemlingur. Eftir það var hún sex sinnum tvílembd,
þrisvar þrílembd og einu sinni einlembd. Hún hefur
því átt og komið upp 23 lömbum. Ekki er vitað um
þunga þriggja fyrstu lamba hennar, en hin vógu sem
hér segir: