Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 309
BÚNAÐARRIT
307
1 einl. hrútur 50.0 kg.
3 tvíl. hrútar 47.0 kg, fall 17.8 kg.
7 tvíl. gimbrar 39.4 kg.
4 þríl. hrútar 41.2 kg.
5 þríl. gimbrar 35.0 kg.
Snót 1, hlaut I. verðlaun fyrir aflcvæmi.
E. Snör 36, eigandi Guðjón Grímsson, Miðdalsgröf,
var sýnd með afkvæmum 1958 og hlaut I. verðlaun
fyrir þau, sjá um ætt og lýsingu afkvæma i Búnaðar-
riti 72. árg., bls. 441. Snör er hálfsystir Snótar 1.
Faðir þeirra var Lubbi 14 frá Goðdal. Við fyrri af-
kvæmalýsingu er engu að bæta, öðru en því, að sonur-
inn Óðinn er prýðileg 1. verðlauna kind, og Snör
hefur haldið áfram að gefa ágætar afurðir. Hún var
geld gemlingur, en hefur eftir það verið þrisvar ein-
lembd og fjórum sinnum tvílembd. Einlembingarnir,
3 gimbrar, vógu á fæti 45.0 kg, en tvilembingarnir,
4 hrútar og 4 gimbrar, vógu til jafnaðar 45.6 kg. Kyn-
festa hópsins er mikil og dæturnar prýðilegar afurða-
ær.
Snör 36 hlaut I verðlaun fijrir afkvæmi.
F. Brá, eigandi Bragi Guðbrandsson, Heydalsá. F.
Blettur 27, M. Rauðhetta. Afkvæmin eru kollótt, hvit,
örlítið gul á haus og fótum, með livíta ull. Þau eru
þróttleg, hafa góðan brjóstkassa og sæmileg balchold,
en eru of háfætt og hafa lærahold í meðallagi. Lamb-
hrútarnir eru ekki hrútsefni, veturgamli sonurinn
hlaut II. verðlaun. Brá er góð afurðaær, frjósemin 1,5.
Brá lxlaut III. verðlaun fijrir aflwæmi.
G. Perla 33, eigandi Björn Karlsson, Smáhömrum,
var sýnd með afkvæmum 1958 og hlaut þá II. verð-
laun, sjá ætt og afkvæmalýsingu í Búnaðarriti 72.
árg., bls. 443. Við þá afkvæmalýsingu er engu að bæta